Heim ÝmislegtGoogle Ætlar Google að bjóða upp á símaþjónustu?

Ætlar Google að bjóða upp á símaþjónustu?

eftir Magnús Viðar Skúlason

Talið er nánast öruggt að Google muni opna fyrir sína eigin símaþjónustu fyrir símtæki á næstunni.

Þrálátur orðrómur þess efnis hefur verið á kreiki í Bandaríkjunum að undanförnu að Google muni, í samstarfi við T-Mobile og Sprint í Bandaríkjunum, bjóða upp á símaþjónustu fyrir Nexus 6-símtækið frá Google.

Um verður að ræða símaþjónustu eins og hverja aðra og mun Nexus 6 geta skipt sjálfkrafa á milli símkerfa Sprint og T-Mobile, allt eftir því hvar besta sambandið er hverju sinni. Einnig segir sagan að boðið verði upp á gagnaþjónustu sem virkar þannig að notendur greiða einungis fyrir það magn sem hlaðið er niður en ekki verði í boði pakkar þar sem notendur kaupa ákveðið magn sem þeir eru síðan ekki að nýta upp í topp.

Fregnir af símaþjónustu Google eru ekki nýjar af nálinni og var t.a.m. sterkur orðrómur á kreiki fyrir nokkrum árum að Google væri í prófunum á slíkri þjónustu innan Evrópu.

Heimild: The Verge

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira