Heim Microsoft Microsoft kynnir Surface 3

Microsoft kynnir Surface 3

eftir Jón Ólafsson

Fyrr í dag kynnti Microsoft til sögunnar Surface 3 sem er ný vél í Surface línu tæknirisans. Það er líklega einfaldast að lýsa Surface 3 sem minni, léttari, þynnri og kraftminni útgáfa af Surface 3 Pro.

Surface 3 kemur til með að kosta mun minna en PRO útgáfan eða frá $499 en hún er með 10″ skjá og gefið er upp að hún hafi um 10 klukkutíma rafhlöðuendingu (video afspilun) sem verður að teljast mjög gott.  Vélin kemur vitanlega með venjulegu USB 3 tengi og árs áskrift af Office 365, það verður hægt að uppfæra hana í Windows 10 sem gerir þessa vél mun meira spennandi að mínu mati.

 

 

Þessi vél kemur EKKI með Windows RT eins og Surface og Surface 2 heldur fullri útgáfu af Windows (eins og þú ert með á borðtölvunni) og keyrir því öll forrit sem notendur reikna með að hún keyri. Ódýrasta vélin er með 64GB geymsluplássi og 2GB af vinnsluminni en þetta er bara vélin sjálf, sem sagt ekki lyklaborð en fyrir $100 í viðbót þá tvöfaldast geymslu- og vinnsluminnið.

Vélin er kominn í forsölu í vefverslun Microsoft en reikna má með vélinni í almenna sölu í byrjun Maí.

Skoða má vélina hér.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira