Heim Föstudagsviðtalið Hildur Lilliendahl

Hildur Lilliendahl

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 80 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, femínisti og internetfíkill, eiginkona og tveggja barna móðir í Vogahverfinu. Fædd og uppalin í Reykjavík.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég vinn á skrifstofu borgarstjórnar. Þar hef ég allskonar verkefni, ég á t.a.m. stóran þátt í utanumhaldi um framkvæmd allra almennra kosninga í Reykjavík. Auk þess sé ég um vefmál skrifstofunnar og hef tækifæri til að þróa þau, sem er mjög skemmtilegur hluti af starfinu. Akkúrat núna er ég á bólakafi við að skipuleggja hátíðahöld í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég snúsa í hálftíma og hendi mér svo út í strætóskýli á eins stuttum tíma og ég kemst upp með. Það eru sjö mínútur ef ég slepp við að fara í sturtu, annars kannski tuttugu. Byrja svo vinnudaginn á kaffiþambi og rifja upp, ýmist í rólegheitunum eða algjöru paniki hvað það er sem ég þarf að gera og hversu hratt ég þarf að gera það. Börnin okkar eru bara hjá okkur aðra hvora viku þannig að vikurnar eru mjög ólíkar. Í barnaviku fer ég annað hvort beint heim eftir vinnu eða fyrst í Bónus og síðan heim. Barnlausu vikurnar reyni ég að nýta í að hitta vini mína, auk þess sem ég er á kafi í allskonar félagsstarfi. Sit í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga, sem gjarnan fundar á kvöldin, auk þess sem ég er í stjórn Skraflfélags Íslands sem stendur fyrir mánaðarlegum skraflkvöldum (fyrsti miðvikudagur í mánuði á Café Haítí klukkan 19, hint hint!).

 

Lífsmottó?

Your silence will not protect you sagði Audre Lorde. Ég tengi. Endalaust vel.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Windows í vinnunni, OS X heima.

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Mér þykir mjög vænt um MacBook Pro vélina sem ég keypti 2011. Hún ræður hinsvegar ekkert sérstaklega vel við Yosemite, svo hún er orðin helvíti slök á því eftir síðustu uppfærslu. Ég myndi ekki henda nýrri 512 GB 13″ MacBook Pro með Retinaskjá í ruslið ef einhver gæfi mér hana.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

LG G2

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Rafhlaðan er súperfín og myndavélin var frábær þegar ég fékk hann fyrir ári síðan. Nú finnst mér hún hinsvegar orðin talsvert slappari, kannski er linsan rispuð og kannski er samanburðurinn við alla heimsins iPhona bara að gera mér lífið leitt.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Já, þetta helvíti með myndavélina sem ég elskaði til að byrja með.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Klassík: Samfélagsmiðlar, tölvupóstur, vefráp, leikir, myndavél. Þar fyrir utan finnst mér gagnlegast að geta notað Strætóöppin til að komast á milli staða, Woman log þar sem ég held utan um allskonar móðurlífstengda atburði og einkenni, Glympse þar sem ég og fjölskyldan deilum því hvert með öðru á aðgengilegan hátt hvar við erum stödd og á hvaða leið ég er, og svo ómissandi smától eins og vekjaraklukku, vasaljós og reiknivél. Það sem er hinsvegar merkilegast við símanotkunina mína er að ég nota hann helst ekki sem síma. Þ.e. til að hringja, taka á móti símtölum eða sms-ast. Það er handfylli fólks í heiminum sem má vita símanúmerið mitt, ég vil ekki vera aðgengileg í gegnum símann hvar sem ég er og hvað sem ég er að gera. Fólk getur notað Facebook eða Twitter-skilaboð ef það þarf nauðsynlega að ná í mig strax.

 

 Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110 <3 <3 <3

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

iPhone 6. Það verður að viðurkennast.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Eiginlega engum. Ég les oft dót á Techcrunch og Gizmodo og eitthvað en það er enginn tæknisíða á föstum netrúnti hjá mér.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira