Heim ÝmislegtAndroid Under Armour stórhuga í smáforritageiranum

Under Armour stórhuga í smáforritageiranum

eftir Haraldur Helgi

EndomondoÞann 4. febrúar síðastliðinn greindi Engadget frá því að Under Armour hafi sölsað undir sig tvö snjallforrit, Endomondo og MyfitnessPal, en fyrir átti Under Armour lítið ámóta forrit með HTC
Samkvæmt heimildum Engadget greiddu Under Armour litlar 85 milljónir bandaríkjadala fyrir Endomodo í lok janúar. Forritið heldur utan um hreyfingu notenda sinna hvort sem það eru hlaup, ganga, hjólreiðar eða annarskonar hreyfing sem hægt er að mæla.

Under Armor létu sér ekki nægja að ná Endomondo á sitt band heldur tóku þeir einnig MyFitnessPal undir sig fyrir litlar 485 milljónir bandaríkjadala.

Samanlagt hafa þessi tvö snjallsímaforrit því um 120 milljóna notenda víðsvegar um heiminn á öllum stýrikerfum.

 

Sæktu Endomondo:  Windows, iOS og Android

Sæktu MyfitnessPal:   Windows, iOS og Android

Sæktu MapMyFitness:  Windows, iOS og Android

UA_News_2015_2_4_Corporate

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira