Heim Microsoft Leikjavélin sett saman

Leikjavélin sett saman

eftir Jón Ólafsson

Fyrir skemmstu fór ég að safna að mér íhlutum í nýja heimilis/leikjatölvu og er nú loksins komið að þvi að raða þeim saman og klára vélina. Ég veit ekki hversu mörgum vélum ég hef raðað saman í gegnum tíðina en mér finnst þetta alltaf jafn gaman. Þó ég setji alltaf mínar vélar saman sjálfur þá hef ég í seinni tíð yfirleitt keypt þessa þjónustu hjá verkstæðum því verðið, hjá t.d. Tölvutek, vs tíma sem þetta tekur er mjög gott.

Það kom hugmynd á Lappara spjallinu um að skjalfesta og mynda þetta ferli og ákvað ég að gera það. Ég er samt orðið nokkuð ryðgaður í samsetningu á leikjavélum en mér til aðstoðar var 7 ára sonur minn hann Axel Óli en hann hefur mikinn áhuga á þessu öllu saman eins og sjá má á myndböndum hér að néðan.

 

Skoðaðu leikjavél Lappara

 

Íhlutir sem ég notaði  (sjá verð neðst) – 
Kassi:                   Fractal – Core 3300 sem við skoðuðum nánar hér.
Móðurborð:        Gigabyte – GA-Z97X-UD5H
Örgjörvi:              Intel i7 4790K
Kæling:                Cooler Master Hyper 412s
Vinnsluminni:    Mushkin Blackline 32GB (4x8GB) DDR3 PC3-12800
Skjákort:              Gigabyte – GTX 970 frá Tölvutek
Harðdiskar:         2 x 250GB Samsung EVO 840 SSD diskar í Raid0

 

Eins og komið hefur fram hér á Lappari.com þá fékk ég kassann og aflgjafan beint frá Fractal Design.

fractaldesign

 

Þessu til viðbótar þá fékk ég veglegan stuðning frá Tölvutek, Gigabyte og Mushkin en þessi fyrirtæki vildu ólm taka þátt í þessu verkefni hjá mér.

Mushkin    Gigabyte

 

Í fyrsta myndbandinu þá er:

  • Móðurboðið tekið úr kassanum
  • Örgjörvi settur á móðurborðið og kælikrem sett á hann (já ég nota alltaf puttann við þetta)
  • Örgjörvakæling skrúfuð á móðurborð
  • 32GB af vinnsluminni komið fyrir á móðurborði
  • Viftan sett á kælinguna (og tengd við móðurborðið) en það þarf að gera þetta eftir að vinnsluminnið er sett í vegna stærðarinnar á kælingunni.

 

Um tónlistina sjá Kaleo með lögin:  Pour Suger on Me, Automobile og All the Pretty Girls

 

 

Í næsta myndbandi er:

  • Harðdiskarekki fjarlægður.
  • Skrúfur settar í botninn á kassanum
  • Tveir SSD diskar settir á bakhlið kassans. Svona sjást þeir ekki og taka ekki pláss frá öðru sem ég bæti í kassann seinna
  • Backplate komið fyrir, móðurborð skrúfað í kassann og aðeins pælt í kapalleiðum.

 

Um tónlistina í þessu myndbandi sjá snillingarnir í Hjálmum með lagi sínu: Leiðin Okkar Allra

 

 

Í síðasta myndbandinu er:

  • Aflgjafinn skrúfaður fastur
  • Straumtengi tengt í móðurborð og CPU tengi (efst vinstramegin við kæliviftu)
  • Síðan er USB3 og hljóðtengi á framhlið kassans tengt í móðurborð, harðdiskar, kassaviftur og önnur tengi tengd.
  • Gigabyte GTX970 skjákortið tekið úr kassanum og skrúfað í tölvukassann
  • Straumur tengdur í skjákortið og frágangur á köplum fyrir það og annað kláraður.
  • Lok sett á báðar hliðar og dáðst að verkinu.

 

Þar sem það er stutt í Eurovision þá er tónlistin fengin þaðan en hérna eru það lögin; Í Síðasta sinn með Friðrik Dór, Piltur og Stúlka með Birni og félögum og síðast en ekki síst Milljón augnablik með Hauki Heiðari Haukssyni.

 

 

Afhverju notarðu Raid 0 spyrðu?  (Raid stendur fyrir: Redundant Array of Independent Disks)

Eins og sést hér að ofan þá ákvað ég að vera með tvo SSD diska og keyra þá saman í Raid 0. Í mjög stuttu máli þá er raid leið til auka gagnaöryggi en þá getur harðdiskur bilað í Raid 1,2,3 o.s.frv. án þess að gögn tapist, en athugið að það á ekki við um Raid 0. Mér hefur reyndar alltaf gengið illa að flokka Raid0 sem eiginlegt Raid því það hefur ekkert redundancy, vill frekar kalla þetta Stripe. Ef einn diskur bilar í Raid0 þá tapast öll gögn en vegna þessa hef ég eiginlega bara notað Raid0 í leikjavélum eða á þjónum sem eru t.d. partur af failover-cluster.

Með Raid 0 þá er með mikilli einföldum hægt að segja að gögnum er skipt niður í gagnablokkir og eru þær vistaðir til skiptist á báða (alla) diskana sem eru tengdir saman. Ef vistuð er t.d. 100MB skrá þá skiptist hún í minni gagnablokkir sem dreifast á báða diskana í Raid´inu en þannig eykst skrif- og leshraði vélarinnar mikið. Með Raid 0 þá tvöfaldast afköstin (fræðilega) ásamt því að notendur fá stærra svæði til að vista á. Í þessu dæmi þá tengi ég tvo 240GB diska í Raid0 og fæ útúr því um 465GB undir gögn.

Þetta er töluvert mikil einföldum hér að ofan en ég get allavega fullyrt að vélin virkar mjög vel og var ég t.d. rétt rúmlega fjórar mínúndur að setja Windows 8.1 upp á vélinni en ég var með uppsetningaskrá á 240GB USB3 Mushkin Ultra minnislykli en hann er með 455MB/s les- og skrifhraða.

 

Verð.

Eðlilega hefur töluvert verið spurt um verð á þessum búnaði og hér er það sama eða sambærilegt hjá Tölvutek.

Samtals kostar þetta um 391.190 þúsund  (Án samsetningar og uppsetningu) en hér má sjá Leikjavél Lapparans sem Tölvutek skellti saman í tilboð

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira