Heim Föstudagsviðtalið Einar Ágústsson

Einar Ágústsson

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 79 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

33 ára gamall tækninörd og Garðbæingur

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er framkvæmdarstjóri Janulus og síðustu árin hef ég búið og starfað í Bandaríkjunum við uppbyggingu á fyrirtækinu. Þar höfum við verið að vinna að því að koma upp rannsóknarsetri, almennri vöruþróun og vöruhúsi fyrirtækisins í Minnesota, Bandaríkjunum.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Dagurinn byrjar um 6 á morgnanna. Þá tekur við morgunrútína fjölskyldunnar og að koma öllum í vinnu og skóla/leikskóla. Vinnudagurinn getur verið mjög breytilegur og ég þarf oft að ferðast, er til dæmis nýkominn úr langri ferð til Kína þar sem lagður var grunnurinn að framleiðslu TOB snúrunnar.

 

Segðu okkur aðeins frá TOB-snúrunni

Þetta hefst á TOB tenginu sem við þróuðum til að vera vatnshelda útgáfu af USB en um leið mjög auðvelt að tengja og aftengja. Þaðan hófst vinnan við að hanna kapal sem myndi sameina allt það besta úr tækniþróun síðustu ára. Úr varð kapall sem inniheldur bæði koparvíra og ljósleiðara.

Við vonumst auðvitað til að sjá tæki með innbyggðum TOB tengjum en þangað til höfum við hannað adapters fyrir öll helstu tengi svo hægt sé að nota snúruna. TOB snúran ein og sér er þó fær um miklu meira en þessir staðlar sem hún aðlagast að bjóða upp á í dag.

Hugmyndin er sem sagt að hægt sé að nota eitt tengi og kapal fyrir allt.

Ímyndaðu þér til dæmis að fartölvan þín væri bara með nokkur TOB tengi í stað USB, HDMI, hljóð o.s.fr. og tölvan myndi skynja hvaða tæki væri tengt og sjálfkrafa nota viðeigandi stillingar. Öll gagnafærsla færi síðan á ljóshraða í gegnum ljósleiðarann. Snúran eins og hún er hönnuð í dag þolir um 100W sem þýðir að hana er líka hægt að nota til að hlaða fartölvur og erum við að þróa slíkt hleðslutæki sem hægt er að nota með snúrunni.

 

Innskot Lappara: Hér má sjá myndband sem sýnir kosti TOB kapalsins

 

 

 

Lífsmottó?

Ég reyni að hafa það alltaf í huga hversu lítið maður raunverulega veit og að jafnvel sé meirihlutinn af því sem maður telur sig vita rangur.
Slíkt viðhorf hjálpar manni að nálgast hluti og fólk af virðingu, læra nýja hluti og þroskast meira en annars væri hægt.

 

Sturlið staðreynd um þig sem fáir/enginn veit?

Ef þú bara vissir.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Of Monsters and Men, Dikta, Ragnheiður Gröndal og að sjálfsögðu Indega,

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows 8.1

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Ég er með HTC síma sem ég þarf að fara að uppfæra. Ég er að bíða eftir fyrsta símanum með TOB tengi.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostir: Hann virkar enn mjög vel þrátt fyrir allt sem hann hefur þurft að þola.
Gallar: Hann er ekki með TOB Tengi.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Ég nota hann mest fyrir tölvupóst og til að vafra á netinu.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 2110.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ég væri til í síma með TOB tengi.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég reyni að fylgjast með þeim flestum og þá sérstaklega lappari.com.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Takk fyrir mig og skoðið endilega kickstarter síðuna okkar

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira