Heim Föstudagsviðtalið Bjarki Guðmundsson

Bjarki Guðmundsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 73 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Bjarki Guðmundsson, fæddur á bikinu 1971, en er mikill sveitamaður í mér, bý í Mosó.

 

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Í dag er ég sölumaður hjá www.emobi.is , en undanfarin 20 ár hef ég unnið sem tæknimaður, fyrst hjá www.harnason.is þar sem ég lærði á og kynntist Windows 3.1 og Dos 4.2 hjá Hirti Árnasyni, sem ég kalla minn Sensei og Meistara. Þaðan lá leið mín á Almennu verkfræðistofuna hf. þar sem ég starfaði sem Kerfisstjóri í 14 ár, Almenna sameinaðist síðan Verkís og var ég þar í góðu teymi þar til kallið kom frá Emobi.is.

 

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Klassísk byrjun er um 05:52 en þá læt ég klukkuna vekja mig til að fara í ræktina, sauna klefann og heitu pottana. Þaðan er farið í góðu jafnvægi í vinnuna, stundum laumast ég með vínarbrauðslengju til gömlu vinnufélaganna eða vina áður en Emobi.is tekur við. Eftir vinnu tekur fjölskyldan við. Tvö kvöld í viku er síðan sungið með kórunum sem ég er í og flest allar helgar eru uppteknar í allskonar fyrir alla.

 

 

Lífsmottó?

Reyni að vera hress og kátur og hafa gaman af öllu og öllum … það er bara svo miklu skemmtilegra 😀

 

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

  • Stormsveitin
  • Sigurður Helgi Hansson, dúklagninga- og veggfóðrarameistari
  • Sigrún Hjálmtýrsdóttir
  • Kaleo
  • VIO

 

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Windows

 

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Nokia Lumia 2520 …. af því að ég var að fá hana ;o)

 

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Lumia 930 (Orange)

 

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Gríðarlega hraðvirkur, góð myndavél, einfaldur og auðveldur í notkun.

 

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Nei, bara flott tæki.

 

 

Í hvað notar þú símann mest?

Tölvupóstur, LiveScore (verð að vita hver staðan er) , Flashlight (alltaf að leita af einhverju ?? ) Spotify, Music+ , OneDrive, Skype, Viber, Facebook, Cozi = fjölskyldudagatalið, allir að skipuleggja sig og láta vita hvar þeir eru og hvenær !!!

 

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Á eftir símboðanum kom sími sem ég man ekki hvað hét en þar á eftir kom Ericsson T28 World, mikið óskaplega þótti mér vænt um hann, lítill og nettur. Þar næst kom svo Ericsson R380 sem var náttúrulega ROSA græja.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Lumia 930 eða 1520, LG G3 eða Nexus 6 og svo er LG G Flex rosa góður, var með hann í sumar.

 

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

www.lappari.com

 

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Nei nei, þetta er orðið ágætt ;o)

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira