Heim Föstudagsviðtalið Páll Ketilsson

Páll Ketilsson

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 64 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Páll Hilmar Ketilsson og fæddur og uppalinn í bítlabænum Keflavík.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég hef síðustu rúma þrjá áratugina rekið eigið fjölmiðlafyrirtæki, Víkurfréttir ehf. Undir hatti þess er vikulegt fréttablað á Suðurnesjum, Víkurfréttir, sem er grunnurinn að fyrirtækinu. Einnig rekur VF tvo fréttavefi, vf.is og kylfingur.is og svo erum við með vikulegan hálftíma sjónvarpsþátt á ÍNN og á vf.is. Ég hef sinnt hellings sjónvarpsmennsku, sem fréttaritari Stöðvar 2 á Suðurnesjum og lýsti lengi golf í sjónvarpi. Þá hef ég ritstýrt tímaritinu Golf á Íslandi fyrir Golfsamband Íslands síðan 2003 en það kemur út 5 sinnum á ári, 132 bls. að meðaltali hvert blað.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Flesta daga er ég á skrifstofu Víkurfrétta í Reykjanesbæ, stýri þaðan fyrirtækinu en á skrifstofunni starfa 8-9 manns. Á venjulegum degi sinnir maður utan stjórnunar hinum ýmsu verkefnum hjá fyrirtækinu eins og að skrifa fréttir, tek í umbrot, ljósmyndun, kvikmyndun og í raun allt sem tengist okkar framleiðslu. Ég tek þátt í flestum verkefnum sem eru í vinnslu, mis mikið þó auðvitað.

 

Lífsmottó?

Að gera betur. Það er alltaf hægt. Bara spurning um metnað og nennu.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Úff, þessi er erfið. Við eigum svo marga góða í bítlabænum en þessir koma fljótt upp í hugann: Rúnar Júlíusson, Magnús Kjartansson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Kiddi og Siggi í Hjálmum og Valdimar.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Ég hef alltaf verið Apple maður, mjög mikill.

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

MacBook Pro, 15 tommu og reyndar allar Mac tölvur og tæki.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Iphone 5S.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Góður að lang flestu leyti, mætti þó vera með aðeis betri myndavél.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Flassið er lélegt.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Tölvupóstur.
  2. Hringi.
  3. Vafra á netinu.
  4. Ljósmynda/videoa.
  5. Hlusta á tónlist í ræktinni.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Já, sæll:) NMT sími, risastór, man ekki tegundina. Gleymi honum þó aldrei því fljótlega eftir að ég fékk hann „lýsti“ ég sprengjuhótun í flugstöð Leifs EIríkssonar í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í honum, um 200 metra frá, úti í móa fyrir framan flugstöðina. Ég á flotta mynd af mér úti í hrauni með símann á lofti. Ógleymanlegt.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Iphone 6+, tek hann fljótlega. Það er svaka græja. Vona að mér finnist hann ekki of stór.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Engum sérstökum, bara það sem poppar upp hverju sinni. Páll Orri, 15 ára sonur minn sér um að halda mér við efnið í símamálum. Hann er þróunarstjóri okkar.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Njótum dagsins og frestum helst ekki til morguns eða síðar sem við getum gert strax.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira