Nokia Lumia 530

eftir Jón Ólafsson

Við höfum haft Nokia Lumia 530 til reynslu síðusu vikurnar og því kominn tími að setja niður niður á blað hvernig okkur líkar við hann.

Ég prófaði Lumia 520 fyrir rúmlega ári síðan og var mjög ánægður með hann, miðað við verð og verður því áhugavert að sjá hvort Nokia hafi tekist að gera verðugan arftaka. Lumia 530 er samt furðuleg uppfærsla á 520 þar sem hann er um 10.000 krónum ódýrari en forveri sinn.

Þessir low-end símar mjög mikilvægir fyrir Microsoft, þessi markaður er gríðarlega stór og því gott að standa sig. Það er nauðsynlegt fyrir lesendur að hafa í huga að mögulegar athugasemdir mínar útaf þessu símtæki eru vegna þess að þetta er mjög ódýr snjallsími og öruggt er að Microsoft hafi þurft að gera málamiðlanir til að ná þessu verði.

Lumia 530 hefur fengið ágætar viðtökur hjá tæknimiðlum sem góður “entry-level” sími sem er góður miðað við verð

Fyrstu vikuna lánaði ég reyndar iPhone notenda símtækið meðan síminn hans var í viðgerð. Þegar ég fékk Lumia 530 aftur þá átti ég von á miklu væli um hversu illa þessi 20.000 króna snjallsími hefði staðið sig en svo var ekki. Þvert á móti þá trúði hann ekki hversu ódýr þessi sími er miðað við afköst og notagildi. Vitanlega fann hann mun á milli Lumia 530 og mun dýrari iPhone símans en það er mjög eðlilegt að okkar mati.

 

 

Hér má sjá Nokia Lumia 530 afpökkun

 

 

Hönnun og vélbúnaður

Það verður líklega seint sagt að Nokia Lumia 530 sé sexy tæki en hann er samt mjög snotur.

 

Lumia530_1

 

Símtækið (skjár og sími) leggjast inn í nokkuð þykka og sterklega plastskel. Þessa plastskel er hægt að fá í nokkrum litum eða svarta, hvíta, Græna, gráa og appelsínugula. Ólíkt á dýrari Lumia tækjunum þá finnst vel að skelin er úr plasti en hún er sterkleg að finna en sannarlega ódýr.

Síminn er eins og Lumia 520 með 4″ skjá og leggst hann vel í plastskelina sem hylur bakhlið og hliðar ásamt því að brúnir umleika skjáinn á framhlið en það er betur gengið frá þessu en var á 520 símanum.

 

 

Takkarnir á hægri hlið eru tveir en það er powertakk ásamt hækka/lækkatakka, það er ekki myndavéla takki eins og flestum Windows Phone símum og greinilegt á því að þetta er ekki myndavéla símtæki. Takkarnir eru úr keramik sem segir mér að þeir séu sterkir og rispufrýir.

Framhliðin fer nær öll undir skjáinn fyrir utan að ysti byrjar skelin sem umleikur símann eins og fyrr segir. Á framhlið eru þrír snertitakkar eins og við þekkjum á öllum Windows Phone símum, bakka, heim og Bing leit.

 

Helstu stærðir í mm

  • Hæð 119.9
  • Þyggt 11.7
  • Breidd 62.3
  • þyngd 129 gr

Lumia 530 er því örlítið þykkri en Lumia 520 og orlítið þyngri.

 

Lumia 530 er með fjórkjarna (Quad-Core) 1.2GHz Snapdragon S200 örgjörva og eins og ódýrari Lumia símtækjum þá er hann aðeins með 512MB í vinnsluminni. Þessi örgjörvi skilar sínu ágætlega og hef ég aldrei orðið var við hökt í stýrikerfinu sjálfu. Það er helst þegar ég opna sum forrit eða þyngri leiki sem ég verð var við hversu hægvirkari hann er miðað við dýrari símtæki. Þegar Lumia 530 er búinn að ræsa forritinu upp þá virkar það ágætlega en eins og fyrr segir þá sést að hann strögglar aðeins við að opna stærri forrit.

 

Lumia530_4

 

Ég finn því eðlilega mun á Lumia 530 samanborið við flagskipin en þessi munur er að mínu mati eðlilegur og óeðlilegt að bera Lumia 530 saman við síma sem kosta mun meira og ættu því að vera öflugri að öllu leiti.

Lumia 530 er með aðeins 4GB innra geymslurými sem nýtist undir stýrikerfi eða ljósmyndir og annað margmiðlunarefni en þetta er helmingi minni en var í Lumia 520. Það er því sjálfgefið að það þarf kaupa minniskort í þennan síma og því ágæt að síminn er með rauf fyrir Micro-SD kort og styður allt að 128GB minniskort.

Windows Phone beintengt við OneDrive og þar bætist við ókeypis 15GB í skýinu sem nýtist til að taka afrit af símanum sjálfum eða af ljósmyndum og myndböndum en Windows Phone notendur fá auka 15GB ef myndum er hlaðið sjálfkrafa á OneDrive.

 

 

Tengimöguleikar

Lumia 530 er með Micro USB tengi (USB 2.0) þannig að einfalt er að tengja símann við tölvu til að sækja eða setja á hann efni. Microsoft býður uppá forrit sem hleðst sjálfkrafa niður við fyrstu tengingu (við Win7 og 8) en hægt er að nálgast efnið af símanum í gegnum “My Computer” ef notendur vilja það frekar.

 

Lumia530_2

 

Síminn er með 3.5 mm heyrartólstengi efst á símanum ásamt því að bjóða uppá Bluetooth 4.0. og Lumia 530 er með þráðlausu neti (WiFi) eins og við er að búast sem styður 802.11 b/g/n og allar helstu dulkóðanir sem skipta máli eins.

Lumia 520 er hvorki með NFC eða 4G en styður vitanlega 3G eins og flest allir snjallsímar gera.

 

 

Rafhlaða og lyklaborð

Lumia 530 sé með sömu rafhlöðu og forveri sinn og er því endingin á pari við hann

  • Biðtími:   528 tímar
  • Tal yfir 2G:   13:20 tímar
  • Tal yfir 3G:   10 tímar
  • Tónlistarafspilun:   51 tímar

Hér má sjá nokkur ráð sem lengja rafhlöðuendinguna.

Rafhlaðan er útskiptanleg sem er kostur á svona síma, hægt er að skipta henni út þegar líftíminn hennar er að styttast eða til að skipta út fyrir stærri rafhlöðu ef hún býðst.

 

Lumia530_6

 

Lumia 530 er eins og aðrir Windows Phone 8 símar með fullt Qwerty lyklaborð og verð ég að segja að það olli mér vandræðum. Líklega er það vegna þess að ég er vanur 6″ skjá. Kostur á móti að ég gat gert allt með annari hendi sem ég get ekki á Lumia 1520. Lyklaborðið er eins og á öðrum Windows 8.1 komið með íslensku útliti.

 

 

Hljóð og mynd

Ólíkt Lumia 520 þá er skjárinn á Lumia 530 nú TFT í staðinn fyrir LCD een hann er 4″ stór sem styður upplausn uppá 854×480 punkta og er því með punktaþéttleika uppá 245ppi. Myndir, texti og litir var þokkalega skýrt á þessum skjá ásamt því að flest margmiðlunarefni sem ég prófaði komst ágætlega til skila. Það sést samt klárlega munur ef hann er borinn saman við Lumia 1520 sem enn og aftur verður að teljast mjög eðlilegt. Skjáskroll og almenn gagnvirkni var góð og brást síminn (skjárinn) ágætlega og vel við öllu sem ég gerði á honum.

 

Skjárinn er samt lakari en hann var á Lumia 520 og orðið sem mér dettur í hug er daufur eða líflaus. Skjárinn er samt alls ekki slæmur miðað við verð en engu að síður vonbrigði, sérstaklega þegar síminn er notaður utanhús.

Lumia 530 er ekki með myndavél á framhlið sem er galli en hann með 5 MP (2592 x 1936) myndavél á bakhlið. Myndavélin er með f/2.4 ljósopi og 1/4″ sensor, vélin er með 4x stafrænum aðdrætti en ekki með flassi. Myndavélin getur tekið upp 480p videóupptöku @ 30 römmum á sekúndu.

Myndavélin skilar sínu þokkalega og er á pari við það sem maður er vanur á ódýrari snjallsímum. Hátalarar símans skiluðu þokkalegum hljómi við símtöl með hátalara en eru alls ekki ætlaðir til tónlistarafspilunar að mínu mati.

 

 

Margmiðlun og leikir

Margmiðlunarupplifun á Lumia 530 er ágæt og réð hann við að spila “allt” það sem ég ætlaði honum. Hvort sem það var bíómynd af innra-minni eða SD-Korti, Youtube video eða aðra vefstrauma. Lumia 530 er með góðum tónlistarspilara og með XBOX music (eða Spotify) áskrift þá ertu kominn með öfluga tónlistarkosti. Einfalt er einnig að bæta við tónlist eða bíómyndum beint af tölvu og ætti Lumia 530 að ráða við flest allt sem þú gætir vilja nota hann í,

 

Lumia530_5

 

Það er kostur að hafa Micro-SD rauf þannig að margmiðlunarefni getur allt verið á stóru SD korti. Með fjórkjarna örgjafa þá ætti Lumia 530 að vera ágætlega sprækur en reyndar er lakari skjástýring og aðeins 500MB vinnsluminni sem gerir það að verkum að hann ræður illa við stærri leiki. Aftur þá er þetta svo sem ekki óvenjulegt miðað við verð en ágæt að hafa í huga.

 

 

Hugbúnaður og samvirkni

Allir Windows Phone 8 símar koma með glæsilegri hugbúnaðarsvítu sem gerir það að verkum að það ætti ekki að vanta mörg forrit til viðbótar. Sem dæmi um forrit sem fylgja ókeypis með má nefna Office Pakkinn með Word, Excel og PowerPoint, One Note, Here svítan ásamt þessu venjulega eins og tölvupóstforrit, pdf lesara, reiknivél, dagbók, tengiliðir, vekjaraklukka o.s.frv.

Office pakkinn gerir notanda kleift að vinna með Word, Excel og PowerPoint skjöl beint af SharePoint, OneDrive eða af símanum sjálfum. Hægt er að breyta þeim, senda með tölvupósti eða bara vista í skýið án þess að þurfa að kaupa auka hugbúnað.

Ef þig vantar fleiri forrit þá er hér ágætislisti yfir forrit sem Íslenskir WP notendur nota og hér má lesa um Nokia Here leiðsöguforrit sem fylgja ókeypis með öllum Nokia Lumia símtækjum

 

Niðurstaða

Þessi umfjöllun byrjaði eins og Lumia 520 umfjöllun á vangaveltum um hversu snjall svona ódýr snjallsími getur verið og gleður mig að segja að hann er þó nokkuð snjall þó svo að hann sé enn ódýrari en Lumia 520 var.

Lumia 530 getur gert allt það sama og dýrari Windows Phone símar geta gert þó svo að hann geri það kannski hægar og ekki alveg jafnvel. Nokia Lumia 530 kom mér á óvart og virkaði hann vel og leysti þau verkefni sem ég lagði fyrir hann með sóma.

Niðurstaðan er því í grunnin sú sama og var með Lumia 520: Vitanlega eru alltaf málamiðlanir í svona ódýrum tækjum og að mínu mati á það helst við um skjáinn, myndavélina, vöntun á auka myndavél og plastskelin sem er frekar “ódýr” viðkomu. Mögulega er hægt að setja útá rafhlöðuendingu líka en miðað við verð væri það bara ósanngjarnt.

Það má segja að niðurstaða okkar sé svipuð og t.d. Techradar gaf honum 7 af 10 en þeir sögðu:

“You get what you pay for, of course, but what you pay for is almost nothing compared to the rest of the smartphone universe.”

 

Lumia 530 stenst fyllilega samanburð við síma á svipuðu verði og auðvelt að halda því fram að þetta séu lang bestu kaup sem hægt er að gera ef verið er að leita að ódýrum snjallsíma.

Ég er sannfærður um að erfitt sé að finna síma sem býður uppá sambærilega kosti og virkni á þessu verði en Lumia 530 er fullkominn síma fyrir þá sem er að taka sín fyrstu skref á snjallsíma. Hann er líka frábær fyrir þá sem ekki vilja eyða of miklu í snjallsíma en vilja samt síma sem getur “allt”.

 

 

Viðbót vegna fyrirtækja

Er Nokia Lumia 530 sniðugur fyrirtækjasími þegar fyrirtæki geta valið úr Android tækjum eða jafnvel Blackberry eða iPhone símtækjum? Ef fyrirtæki vilja ekki eyða of miklu í símtæki en þau þurfa samt að uppfylla lágmarks öryggi og getu þá er það ekki spurning.

Lumia 530 sé frábær valkostur fyrir fyrirtæki sem vilja kaupa ódýr símtæki fyrir starfsmenn. Með Windows Phone fá fyrirtæki öruggt stýrikerfi, frábæra tölvupóstvirkni sem styður t.d. POP, IMAP, IBM Notes, GMail, Yahoo Mail, Outlook.com ásamt EAS Exchange samstillingu. Hægt er að tengjast beint við Onedrive og SharePoint netþjón og vinna í skjölum beint af símanum í Office pakkanum, allt innbyggt og bara virkar.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira