Heim Föstudagsviðtalið Hakon Guðni Hjartarson

Hakon Guðni Hjartarson

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 66 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Við tókum viðtal við Eirík bæjarstjóra í síðustu viku og ákváðum að halda okkur áfram hér norðan heiða í þessu viðtali. Viðmælandi okkar í dag er orðinn ansi þekktur tónlistarmaður, mögulega orðinn frægur á Íslandi en þetta er enginn annar en hjartaknúsarinn Hákon Guðni.

 

Við tókum fyrst eftir tónlistinni hans í byrjun árs en hann sá einmitt eftirminnilega um tónlistina í Samsung Galaxy S5 afpökkuninni en þar flytur hann lag sitt Better Left Unsaid sem hefur verið ansi vinsælt.

 

Hér má hlusta á nýjasta lag hans sem heitir einfaldlega Passion..

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Hákon Guðni heiti ég, ég er tvítugur drengur frá Akureyri.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Síðustu ár hafa farið í skóla á veturna og sumarvinnu milli anna. Ég útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri í vor og hef unnið við múrverk, sjómennsku og fiskvinnslu á sumrin, svo eitthvað sé nefnt. Þar fyrir utan æfi ég knattspyrnu með Þórsurum og dunda mér við lagasmíðar.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Frá því að ég kláraði skólann hefur lítil rútína komist á mína daga, ég tek þá vinnu sem mér býðst og geri svo afskaplega lítið þess inn á milli.

 

Nú hefur þú verið að bralla við lagagerð, er plata á leiðinni?

Planið er alltaf að taka upp plötu, ég hef fengið þann heiður að vinna með frábærum tónlistarmönnum og set það að markmiði mínu að gefa út plötu í einhverju formi þegar ég er sáttur og tilbúinn í það. Ég set mikinn metnað í að tónlistin komi fyrst og vandað verði til verka.

Nú þegar hef ég samt gefið út nokkur lög, hægt er að hlusta á þau á youtube síðu minni.

 

Lífsmottó?

Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að gera nákvæmlega það sem mig langar til að gera, ekki elta aðra og pæla í þeirra skoðunum.

 

Spurning sem dömurnar á Akureyri velta mikið fyrir sér… er kallinn á lausu?

Já það er ég.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Ég er nýbúinn að update’a tölvuna, OS X Yosemite var í boði og ég hirti það.

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Ég er mac maður þó ég viti nánast ekkert um tölvur. Ég er ákveðinn böðull og hafði, áður en ég fékk mér makka, aldrei haldið tölvu í heilu lagi lengur en 2-3 mánuði.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Ég festi kaup á 64GB gylltum æfón sex nú fyrir um viku síðan.

 

Hverjir eru helstu kostir/gallar við símann?

Það gildir það sama um símana og tölvurnar, ég veit ekkert um þetta en hef einstaklega gaman að því að eiga flottar græjur. Síminn svínvirkar og ekki skemmir fyrir hvað hann er fallegur.

 

Í hvað notar þú símann mest?

1. Messenger/Messages
2. Facebook
3. Instagram
5. Snapchat

Hver notar síma til þess að hringja?

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ég er mjög ánægður með nýja símann, ef ég fengi hann endurgreiddann yrði ég himinlifandi.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Takk fyrir mig.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira