Heim ÝmislegtAndroid Gmail fyrir Android uppfært

Gmail fyrir Android uppfært

eftir Jón Ólafsson

Í kvöld var Google að tilkynna ansi merkilega uppfærslu á Gmail forritinu fylgir með Android símtækjum. Aðalbreytingin er sú að núna styður Gmail forritið tölvupóst reikninga frá t.d. Outlook.com, Yahoo.com, öllum IMAP tölvupósti og nú jafnvel Exchange activesync pósti.

Þetta er nokkuð merkilegt þar sem Google hefur áður lokað á Exchange póst og notendur Android hafa verið með innbyggt póstforrit fyrir hefðbundinn tölvupóst og síðan sér Gmail forrit fyrir Gmail póstinn.

 

Þetta er gríðarlega góð uppfærsla fyrir Android notendur en ég segi samt…..  Google, velkomnir til 2014 !!!

 

Hér má sjá myndband frá Google um þessa uppfærslu.

 

Það eru samt nokkrir annmarkar á þessu þar sem tæki sem eru með eldra Android kerfi en 4.0 geta ekki notað þetta og margir velta fyrir sér hvað eigi að gera við Inbox í framhaldinu þar sem margir reiknuðu með því útliti/virkni á Android tæki.

 

Ef þú vilt prófa þá er Android Police með APK sem hægt er að sækja og prófa

Heimild: Google bloggið

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira