Heim MicrosoftWindows Server Afritun: Tilkynningar með tölvupósti

Afritun: Tilkynningar með tölvupósti

eftir Jón Ólafsson

Lapparinn var að hjálpa félaga sínum sem er tölvumaður hjá litlu fyrirtæki sem afritar allt beint á tvö sett af USB tengdum harðdiskum, þeir eru einmitt settir upp eftir þessum leiðbeiningum.

Margir nota vitanlega sérhæfðan afritunhugbúnað með allskonar krúsídúllum, sumar taka afrit í skýið sitt (eða hjá SP) meðan enn aðrir nota Windows Backup sem fylgir með Windows Servernum frá Microsoft.

 

Þessar leiðbeiningar miðast einmitt við Windows Backup og á að virka á Server 2008, 2008R2, 2012 og 2012R2. Þetta virkar þannig að þegar Windows Backup hefst, klárast eða kemur með villumeldingu þá verður til Event og þegar það gerist þá sendist sjálfkrafa tölvupóstur á kerfisstjóra.

 

Ég gef mér eftirfarandi

  • Það sé verið að taka afrit af viðkomandi netþjóni með Windows Server Backup í dag
  • Það sé til mappa sem heitir: c:\script
  • Þú sért með Blat í script möppunni (eins og hér)
  • Netþjónninn sem afritun er tekin af heitir: Starship
  • Ef þú copy/paste héðan þá þarftu að passa þig á að t.d. gæsalappir breytast í vefumsjónakerfinu okkar (lesa vel yfir)

 

Búðu nú til eftirfarandi 6 skrár í c:\script en ef þú vilt þá eru þessar skrár hér.  #EkkertaðÞakka

  1. BackupMistokst.txt        (þetta er body í email sem verður sendur ef afritun mistekst.)
    Innihald:    Afritun mistóks.
  2. BackupStart.txt        (þetta er body í email sem verður sendur þegar afritun hefst.)
    Innihald:    Afritun á hafin
  3. BackupTokst.txt        (þetta er body í email sem verður sendur ef afritun tókst án villuboð.)
    Innihald:    Afritun er lokuð án vandræða
  4. BackupMistoks.bat
    Innihald:    C:\script\blat.exe C:\script\BackupFailure.txt -s “Starship: Backup Mistókst” -t [email protected] -f [email protected] -server postur.simnet.is (eða mail.vodafone.is)
  5. BackupStart.bat
    Innihald:    C:\script\blat.exe C:\script\BackupStart.txt -s “Starship: Afritun hafin” -t [email protected] -f [email protected] -server postur.simnet.is (eða mail.vodafone.is)
  6. BackupTokst.bat
    Innihald:    C:\script\blat.exe C:\script\BackupTokst.txt -s “Starship: Afritun tókst án vandræða” -t [email protected] -f [email protected] -server postur.simnet.is (eða mail.vodafone.is)

 

Það þarf sem sagt að breyta BAT skrám: sendandi, viðtakandi og setja SMTP réttan, hvort það er Siminn eða Vodafone sem sér þér fyrir Interneti. Vitanlega er hægt og þarft að breyta textanum í *.txt skránnum hér að ofan og aðlaga hann að þínu fyrirtæki. Það er einfalt að tvísmella á bat skrá til að láta hana vinna og senda þér tölvupóst til prófunar en það þarf að virka áður en næstu skref eru tekin.

 

 

Þá er handavinnan búin en núna er að tengja þessar bat skrár hér að ofan við Event númer sem verða til við afritun

Þegar afritun hefst

  1. Opna Event Viewer og finna þar “Applications and Services Logs\Microsoft\Windows\Backup\Operational” á vinsti hönd
  2. Þar finnur þú “start” event (Event ID 1) sem þú hægri smellir á og velur “Attach Task To This Event”
  3. Nefndu Eventinu gott nafn eins og “Afritun hefst” og smelltu á Next.
  4. Smelltu nú aftur á Next og veldu þar “Start a program” og smelltu á Next.
  5. Smelltu á Browse og veldu “C:\script\BackupStart.bat”, smelltu á Open og þar næst á Next
  6. Veldu “Open the Properties dialog for this task when I click Finish” og smelltu á Finish
  7. Hakaðu í “Run whether user is logged on or not” og einnig “Do not store password. The task will only have access to local computer resources.”
  8. Næst smellir þú á OK til að búa til verkið

 

Þegar afritun lýkur

  1. Opna Event Viewer og finna þar “Applications and Services Logs\Microsoft\Windows\Backup\Operational” á vinstri höng
  2. Þar finnur þú “start” event (Event ID 4) sem þú hægri smellir á og velur “Attach Task To This Event”
  3. Nefndu Eventinu gott nafn eins og “Afritun Lokið” og smelltu á Next.
  4. Smelltu nú aftur á Next og veldu þar “Start a program” og smelltu á Next.
  5. Smelltu á Browse og veldu “C:\script\BackupTokst.bat”, smelltu á Open og þar næst á Next
  6. Veldu “Open the Properties dialog for this task when I click Finish” og smelltu á Finish
  7. Hakaðu í “Run whether user is logged on or not” og einnig “Do not store password. The task will only have access to local computer resources.”
  8. Næst smellir þú á OK til að búa til verkið

 

Ef afritun mistekst en þetta er erfiðast þar sem það eru nokkur Event sem koma til greina.

  1. Opnaðu Task Scheduler og finndu vinstra megin “Event Viewer Tasks”
  2. Smella á “Create Task” í hægri dálki
  3. Gefa Eventinu gott nafn eins og “Afritun mistókst” og velja næst “Run whether user is logged on or not” og smella á “Do not store password. The task will only have access to local computer resources.”
  4. Næst er farið á Triggers flipa og þar er smellt á New…
  5. Efst þar sem stendur “Begin the task:” velur þú “On an event”
  6. Veldu síðan “Custom” vinstra megin og smelltu næst á “New Event Filter”
  7. Hér þarf að smella í alla kosti eða Critical, Warning, Verbose, Error og Information
  8. Í “Event logs” vali er vafrað í “Applications and Services Logs\Microsoft\Windows\Backup\Operational” og það valið
  9. Næst er smellt á örina vð hlið “Event logs” boxins til að láta val lista fara frá
  10. Smelltu á textabox þar sem stendur”<All Event IDs>”
  11. Það þarf að setja öll villu Event inn með því að copy/paste þessum gildum: 5,9,17-22,49,50,52,517,518,521,527,528,544-546,561,564
  12. Smella á OK
  13. Smella á OK
  14. Smella á Actions flipa
  15. Smella á New…
  16. Smella á Browse takkann og velja “C:\script\BackupMistokst.bat”
  17. Smella á OK
  18. Að lokum smella á OK til að búa til verkið.

Verkið “Afritun mistekst” ætti því að líta svona út

 

 

Þá er allt komið og hægt að prófa verkið (run Task) og ef allt er rétt gert þá ætti þjóninn að senda tölvupóst þegar afritun hefst, klárast eða ef hún mistekst.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira