Nokia Lumia 1320

eftir Jón Ólafsson

Lappari hefur undanfarnar vikur verið að prófa síma frá Nokia sem heitir Lumia 1320. Þessi kom út á svipuðum tíma og Lumia 1520 sem heillaði mig það mikið að ég endaði á því að kaupa hann. Lumia 1320 er jafnstór en mun ódýrari á kostnað vélbúnaðar og verður áhugavert að sjá hvort að það sé búið að skera vélbúnaðinn það mikið niður að það bitni mikið á upplifun notenda.

Nokia Lumia 1320 er með 6“ stóran skjá og er því í Phablet flokki en þetta eru símar sem eru á milli snjallsíma og spjaldtölvu að stærð. Áður en ég prófaði Lumia 1520 þá fannst mér þetta vera BSS stærð sem stendur fyrir “Bull Stór Sími” og sá ég aldrei fyrir mér að ég gæti talað í svona stórt tæki, hvað þá keypt mér svoleiðis.

 

Hér má sjá Nokia Lumia 1320 afpökkun

 

 

 

Hönnun og vélbúnaður

Lumia 1320 lítur vel út og er nokkuð látlaus sími, þó svo að erfitt sé að segja látlaus um svona stórt tæki, en hann er nokkuð massífur og virkar ágætlega sterklegur í hendi. Síminn minnir mig aðeins á Lumia 720 í útliti sem er ekki slæmt því sem Lumia 720 er einn af mínum uppáhalds mid-range símtækjum. Bakhlið og hliðar eru úr einu heilsteyptu Polycarbonate (plast) sem hægt er að fá í svörtu, rauðu, gulu og hvítu. Framhliðin er þakin þessum stóra 6″ skjá sem fellur ágætlega að Polycarbonate (plast) hliðum, skjárinn gengur þó aðeins inn í svart plast sem umleikur skjáinn sem myndar smá brún á framhlið. Þetta er vitanlega smáatriði en pirrar mig örlítið en annars er allur frágangur til fyrirmyndar og tækið ágætlega sterkbyggt að finna.

 

L1320_8

 

Bakhliðin er látlaus og “smart” en þar má finna myndavél , flash, hátalara og Nokia logo, hér að neðan má sjá helstu stærðir í mm.

  • Hæð: 164.2
  • Breidd: 85.9
  • Þykkt: 9.8
  • Þyngd: 220 g

 

Við notkun er Nokia Lumia 1320 ekki þungur sími en það getur verið að stærðin rugli samanburðin. Það má sjá að samanborið við svona stóra síma þá er hann í þyngra lagi.

220gr – 6.0″ – Nokia Lumia 1320
217gr – 5.9″ – HTC One Max
212gr – 6.4″ – Sony Xperia Z Ultra
209gr – 6.0″ – Nokia Lumia 1520
172gr – 5.5″ – Apple Iphone 6 Plus
168gr – 5.7″ – Galaxy Note 3

 

Þó svo að þetta sé ódýrari útgáfa af öðrum síma þá er skelin vönduð viðkomu og símtækið vandað að öllu leiti en samanborið við Lumia 1520 sem er flaggskip Nokia þá finnst töluverður gæðamunur.

Síminn er sem fyrr segir með 6″ skjá sem olli mér vonbrigðum en má segja að miðað við verð þá er við því að búast. Skjárinn á Lumia 1520 er Full HD meðan skjárinn á Lumia 1320 er 720p eða með 1280 x 720 upplausn sem gerir aðeins um 245 ppi (Pixlar per inch). Skjárinn er með ClearBlack tækni Nokia og skilar litum og litadýpt vel, hann er bjartur og skilar ljósmyndum ágætlega. Það verður samt að segjast að það er mikill munur á 1980 x 1080 upplausn eins og er á Lumia 1520 og síðan 1280 x 720 upplausn eins og er á þessum síma. Flestir verða líklega mjög ánægðir með þennan skjá en þegar ég hef Lumia 1520 til viðmiðunar þá sést mikill gæðamunur.

Skjárinn er með Corning Gorilla Glass 3 skjávörn sem ætti að verja skjáinn ágætlega án þess að það þurfi auka skjávörn.

 

Takkarnir á hægri hlið eru þrír eins og á öðrum Windows Phone símum, sértakki fyrir myndavél, powertakki ásamt hækka/lækkatakka. Takkarnir virðast vera úr keramik sem gefur til kynna að þeir séu sterkir og rispufrýir. Framhliðin fer nær öll undir skjáinn fyrir utan að yst byrjar skelin sem umleikur símann.

 

L1320_4

 

Á framhlið eru þrír snertitakkar eins og við þekkjum á öllum Windows Phone símum, bakka, heim og Bing leit. Hliðar eru kúptar og bakhliðin er það einnig og því liggur símtækið vel og örugglega í hendi.

 

Lumia 1320 er með tvíkjarna 1.7GHz Snapdragon 400 örgjörva og með 1GB í vinnsluminni. Þessi örgjörvi skilar sér í viðbragðsgóðu viðmóti og hef ég aldrei orðið var við hökt í símanum þegar vafrað er um stýrikerfið. Ég tók hins vegar eftir því að forrit voru smá stund að ræsa sig, ekkert stórvægilegt en samt munur á milli Lumia 1520 og Lumia 1320. Vill samt ítreka að allt virkaði vel og réð símtækið við allt sem ég ætlaði honum, hann var bara örlítið lengur að því en Lumia 1520 sem er kannski eðlilegt þar sem Lumia 1320 er meira en helmingi ódýrari.

Nokia Lumia 1320 er aðeins með 8GB geymslurými sem er lítið á flesta mælikvarða og þó það dugi kannski mögum þá er síminn sem betur fer með rauf fyrir microSD minniskort sem tekur allt að 64GB kort. Reikna með að flestir notendur komi til með að fá sér minniskort fyrir rest þar sem einfalt er að vista ljósmyndir, myndbönd eða annað margmiðlunarefni á kortinu.

 

L1320_10

 

Þar sem Windows Phone er beintengt við OneDrive þá bætist við ókeypis 15GB í skýinu sem nýtist til að taka afrit af símanum sjálfum eða af ljósmyndum og myndböndum.

Hér má sjá samanburð á Onedrive við aðrar lausnir sem og verðtöflu.

 

 

Tengimöguleikar

Lumia 1320 er eins og aðrir Nokia Lumia símar með Micro USB tengi (USB 2.0) neðst á símtæki þannig að einfalt er að tengja símann við tölvu til að sækja eða setja á hann efni. Þetta er kostur þar sem notendur geta notað allar Micro USB snúrur sem þeir eiga fyrir.

Efst á síma er einnig 3.5 mm heyrartólstengi og undir bakhlið eru sleðar fyrir SIM og micro SD kort sem einfalt er að komast í, Lumia 1320 er með Bluetooth 4.0 en ekki með NFC eins og stóri bróðir.

 

L1320_11

 

Lumia 1320 er með þráðlausu neti eins og við er að búast sem styður 802.11 b/g/n og allar helstu dulkóðanir sem skipta máli fyrir heimili og fyrirtæki

4G væðingin hefur gengið vel hér á Íslandi og verður notast við 800/1800 böndin á Íslandi. Nokia Lumia 1320 styður því 4G að fullu eins og margir aðrir Windows Phone símar. Það eru framleiddar tvær týpur af Lumia 1320 og er RM-994 týpann sem þú átt að kaupa fyrir Ísland en hún styður eftirfarandi bönd.

  • 2G – 850 / 900 / 1800 / 1900
  • 3G – 850 / 900 / 2100
  • 4G – 800 / 1800 / 2600

 

 

Rafhlaða og lyklaborð

Ég er gríðarlega ánægður með rafhlöðuendingu á Lumia 1320 en hún er sambærileg við það sem ég er vanur á Lumia 1520 en símtækið er með sömu 3400mAh Li-Ion rafhlöðu sem endist líklega betur vegna aflminni vélbúnaðar.

 

1320raf

 

Hér má sjá samanburð á uppgefnum stærðum milli Lumia 1320 og Lumia 1520 samanborið við iPhone 6 Plus

Klukkustundir Lumia 1320 Lumia 1520 iPhone 6 Plus
Tal yfir 2G 25 27
Tal yfir 3G 21 25 24
Biðtími 672 768 384
Tónlistarafspilun 98 124 80

 

Þetta eru flottar tölur og þola samanburð við allt það besta sem til er á markaðnum. Ég er ávallt tengdur við WiFi eða 3G/4G og að samstilla 3 EAS tölvupóstreikninga ásamt því að lesa töluvert af bæði heimasíðum og nota Twitter og Facebook slatta yfir daginn og hef ég aldrei fengið meldingu eftir daginn varðandi rafhlöðuna í mínum prófunum sem samt eru nokkuð ítarlegar. Ég hef oft náð 2 dögum milli þess að hlaða sem er sérstakt á snjallsíma í dag, sérstaklega á símtæki með svona stórann skjá.

 

Ég skoða reglulega Battery Test hjá GSMArena og þar fær Lumia 1320 mjög góða einkunn þrátt fyrir stóran skjá en oft helst í hendur stór og bjartur skjár og síðan léleg rafhlöðuending en svo er ekki með Lumia 1320. Hér að néðan má sjá samanburð á niðurstöðu í rafhlöðuprófunum GSMArena á milli Nokia Lumia 1320, Lumia 1520 og síðan á iPhone 6 Plus.

 

battery

 

Hér má sjá nokkur ráð sem hjálpa þér að lengja rafhlöðuendinguna og hvað hægt er að gera á Windows Phone til að lengja endingu þegar verið er að ferðast.

 

Lumia 1320 er eins og aðrir Windows Phone 8 símar með fullt Qwerty lyklaborð sem nýtur sín mjög vel á svona stórum skjá. Lyklaborðið er nú loksins komið með íslensku útliti en allir símar sem hafa verið uppfærðir í Windows Phone 8.1 hafa þennan möguleika. Eins og fyrr segir þá er lyklaborðið frábært á svona stórum skjá og er allur innsláttur og skjalavinnsla mjög skemmtileg á þessu tæki

 

 

Hljóð og mynd

Skjárinn á Lumia 1320 er stór og góður, einn besti 720p skjár sem ég hef prófað. Þetta er IPS LCD skjár með ClearBlack tæknin sem gefur auka dýpt í svarta litinn ásamt því að allir litir verða líflegir og skarpir.

Snertivirkni er mjög góð í Lumia 1320 en ef snertiskynjun er stillt á hátt (high) þá er hægt að nota símann með vettlingum, penna, hníf o.s.frv.

 

L1320_7

 

Nokia hefur náð mjög langt með myndavélar í snjalltækjum og er því myndavélin í Nokia Lumia 1320 mikil vonbrigði. Ég þarf samt að minna mig á að það voru gerðar miklar málamiðlanir í þessu tæki til að halda verðinu niðri en notendur hafa vanist góðum myndavélum í Nokia símtækjum og því í lagi að gera kröfur.

Það má alls ekki skilja sem svo að myndavélin sé léleg, hún er bara venjuleg og á pari við aðra framleiðendur. Það sést vel á Lumia 1320 hversu miklu munar að vera með tæki sem er ekki með Pure-view myndavél.

Myndavélinn er 5MP sem virðist vera orðinn standard á svona mid-range tækjum og sýnir okkur vel hversu mikið myndavélar í snjallsímum hafa þróast því það eru ekki alltof mörg ár síðan 5MP var aðeins að fá í flaggskipum framleiðanda. Myndavélin stendur sig mjög vel við eðlileg birtuskilyrði og ánægjulegt að myndavélar í ódýrari símtækjum eru að batna mikið. Það kom mér svolítið á óvart að Nokia virðist hafa ákveðið að láta Windows Phone myndavéla forritið vera uppsett og sjálfstillt en með því að fara í Windows Store og sækja Nokia Camera þá fá notendur forrit sem hægt er að stilla mun meira og leika sér með stillingar.

Núna mörgum mánuðum eftir að Nokia Camera kom á markað þá er það enn í miklu uppáhaldi hjá mér og kemst ekkert myndavélaforrit nálægt því í virkni þó ég hafi prófað nokkuð mörg. Það er kostur að geta leikið sér í shutter speed, ISO stillingar, white balance, focus og exposure svo að eitthvað sé nefnt.

Myndir í dagsbirtu eru nokkuð skýrar en eins og með aðrar 5MP myndavélar þá verða þær óskýrar þegar zoom´að er inn að viðfangsefni ásamt því að myndir eru frekar kaldar og litir ekki 100%. Myndir við léleg birtuskilyrði voru svona 50/50 en með f/2.4 ljósopi (eins og á Lumia 1520) þá sést ýmislegt sem annars sést ekki en gallinn er að það er töluvert noise sem fylgir.

 

L1320_3

 

Myndbandsupptaka er góð í Lumia 1320 en síminn tekur 1080p myndbönd við 30 ramma á sekúndu (fps) sem gefur um 20Mbps. Með því að nota Nokia Camera þá er hægt að stilla fps í 24 eða 25. Myndbandsupptaka virkar mjög vel og sjálfvirkur focus réð vel við að stilla focus meðan myndaband var tekið upp, hljóðupptaka er góð og heyrðist vel í viðfangsefni þrátt fyrir vind.
Hátalari í Lumia 1320 er ágætur og skilaði hann sæmilegum hljómi hvort sem var við símtöl með hátalara eða við tónlistarafspilun. Þó svo að hátalarar í símtækjum séu nú yfirleitt ekki hljómmiklir þá er hátalarinn í 1320 áberandi hljómgrannur og átti til að bjaga hljóm þegar ég hækkaði allt í botn. Annar galli er staðsetning hans er á bakhlið en hljóð varpast frá notenda þegar t.d. er horft er á myndbönd. Ég vil líka minnast á að hljóð í venjulegum símtölum er of lágt (hálf kæft) að mínu mati og vona ég að Nokia lagi þetta með uppfærslu.

 

 

Margmiðlun og leikir

Margmiðlunarupplifun á Lumia 1320 er með besta móti og ræður hann við að spila allt sem ég ætlaði honum. Hvort sem það var bíómynd af SD korti, Youtube eða aðra vefstrauma. Lumia 1320 er eins og aðrir Windows Phone símar með góðum tónlistarspilara og með XBOX music (eða Spotify) áskrift þá ertu kominn með öfluga tónlistarkosti. Einfalt er einnig að bæta við tónlist eða bíómyndum beint af tölvu og ætti Lumia 1320 að ráða við allt sem þú gætir vilja notað hann í. Síminn er þó með tvíkjarna örgjörva meðan flaggskipinn eru með fjórkjarna og finnst því munur þegar verið er að opna stærri leiki.

 

 

Hugbúnaður og samvirkni

Windows Phone 8 stýrikerfið virkar frábærlega á Lumia 1320 og í raun má segja  að stýrikerfið, valmöguleikar og öll virkni sé mjög góð. Eins og með Lumia 1520 þá hefur stýrikerfinu ekkert verið breytt sérstaklega fyrir stærri skjá en flest forrit skala sig þó vel á stærri skjá og kunna að fullnýta plássið vel, þetta á sérstaklega við um skjala-, net- og tölvupóstvinnslu sem er nú enn betri en hún var í eldri útgáfum Windows Phone.

Lumia 1520 kemur eins og aðrir Windows Phone 8 símar með glæsilegri hugbúnaðarsvítu sem gerir það að verkum að mig vantaði ekki mörg forrit til viðbótar. Sem dæmi um forrit sem fylgja ókeypis með má nefna Office Pakkinn með Word, Excel og PowerPoint, One Note, Here svítan ásamt þessu venjulega eins og tölvupóstforrit, pdf lesara, reiknivél, dagbók, tengiliðir, vekjaraklukka o.s.frv. Office pakkinn gerir notanda kleyft að vinna með Word, Excel og PowerPoint skjöl beint af SharePoint, OneDrive eða af símanum sjálfum. Hægt er að breyta þeim, senda með tölvupósti eða bara vista í skýið án þess að þurfa að kaupa auka hugbúnað. Áður en ég fékk mér Windows Phone 8 síma þá hafði ég aldrei kynnst svona góðri skjalavinnslu á snjallsíma áður og verður hún mun einfaldari og betri á svo stórum skjá.

Vafrinn í Windows Phone 8 er gríðarlega góður, jafnvel einn sá besti sem ég hef prófað í snjallsímum, helst kemst Chrome á Android nálægt honum. Á þessum stóra og fallega skjá er mjög gott að vafra um á netinu og nær vafrinn að njóta sín vel og skipti ég töluvert milli desktop og mobile útgáfu á vefsíðum því sumar vefsíður þola ágætlega desktop mode vegna stærðarinnar.

Vafrinn í Lumia 1320 er þó áberandi lengur að opna stærri vefsíður, eins og hann sé mun lengur að rendera vefsíður. Ekki viss um að allir taka eftir þessu en notendur sem eru t.d. með Lumia 1520 við hliðina á sér taka örugglega eftir þessu.

Ef þig vantar fleiri forrit þá er hér ágætislisti yfir forrit sem Íslenskir WP notendur nota.

 


L1320_2

 

Hér má lesa um Nokia Here leiðsöguforrit sem fylgja ókeypis með öllum Nokia Lumia símtækjum

 

 

Niðurstaða

Eins og ég hef sagt hér áður þá hefur Nokia Lumia línan hefur verið að þroskast og stækkað á ljóshraða síðustu mánuði, hún er að verða fágaðri og betri og núna ættu allir að geta fundið sér tæki við hæfi. Alveg sama hvort það sé 25 þúsund króna snjallsími sem getur allt eða 140 þúsund króna tryllitæki.

Þar sem ég nota Lumia 1520 daglega og Lumia 1320 er meira en helmingi ódýrari, þá átti ég von á miklum mun milli þessara tækja. Það munar vitanlega miklu á þeim og má segja að það sé allt slakara en nota bene – í réttu hlutfalli við verðið.

Þetta hljómar kannski ekki vel en Nokia Lumia 1320 er frábær sími miðað við verð fyrir þá sem vilja snjallsíma sem getur allt og er með 6″ skjá. Svona stór skjár er alls ekki fyrir alla en um leið og notendur venjast skjástærðinni þá eru aðrir símar einfaldlega of litlir. Ég nota þessi snjalltæki minnst til að hringja og hentar því tæki með stóran skjá til að vinna á og leika mér á.

Nokia Lumia 1320 er því mjög góð kaup fyrir þá sem vantar/vilja fá sér snjallsíma sem getur allt og er með stórum skjá…. og vilja ekki láta aðra hendina fyrir.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira