Heim ÝmislegtAndroid Láttu símann leysa stærðfræðijöfnur fyrir þig

Láttu símann leysa stærðfræðijöfnur fyrir þig

eftir Jón Ólafsson

Mér var bent á ansi magnað forrit í gær en það er nýtt forrit frá fyrirtæki sem heitir Microblink og heitir forritið PhotoMath.

Í mjög stuttu máli þá notar forritið myndavélina í símanum til að leysa reiknisdæmi, forritið sýnir ekki bara lausnina heldur hvaða aðferð var notuð til að fá lausnina. Þetta er vitanlega mjög þægilegt og getur hjálpað nemendum til þess að yfirfara verkefni en spurningin er hvort eitthvað lærist ef síminn er bara notaður?

 

Hér má sjá hvernig forritið virkar

 

Ef þetta verður ekki til þess að tryggja að kennarar taki símtæki af nemendum fyrir próf þá veit ég ekki hvað þarf   🙂

 

Þetta forrit er til fyrir Windows Phone og iOS en kemur mögulega fyrir Android á næsta ári.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira