Heim Microsoft Hvert stefnir Microsoft með Windows 10?

Hvert stefnir Microsoft með Windows 10?

eftir Jón Ólafsson

Eins og við höfum áður sagt frá þá kynnti Microsoft fyrir skemmstu nýja útgáfu af Windows sem mun heita Windows 10 og kemur þessi útgáfa í almenna dreyfingu á næsta ári. Samhliða þessu þá kynntu þeir til sögunar nýjan þróunarhóp (Windows Insider Program (WIP)) sem er að sögn Microsoft stærsta samstarfsverkefni sem Microsoft hefur ráðist í.

Með því að skrá sig í WIP þá geta notendur átt í beinum samskiptum við Microsoft og komið með ábendingar um stýrikerfið jafnóðum og meðan það er í þróun. Þessi þróunnarhópur er kannski ekki hugsaður fyrir “venjulega notendur” en það er samt ekkert sem bannar þeim að prófa kerfið. Microsoft tekur samt fram að þetta er bara forsýn (Tech Preview, sem er í raun Alpha og kemur á undan Beta) að kerfinu og mun einingum verða breytt eða bætt við eftir því sem líður á árið.

 

Endilega hafið í huga að á þessu stigi er allt skráð (loggað) sem notendur gera og sent til Microsoft og því mundi ég aldrei nota Windows 10 í dag á tölvu sem ég nota t.d. við að skrá mig inn á heimabankann eða hýsir einhver viðkvæm gögn.

Ég prófa/nota Windows 10 eingöngu í sýndarumhverfi (Virtual) en í Windows 8.1 er Hyper-V innbyggt en með því er einfalt að keyra Windows 10 upp eins og um venjulegt forrit sé að ræða. Þarf bara að sækja ISO og setja upp í Hyper-V

 

wL10

 

Þessi breyting við þróunn Windows eru samt merkileg tímamót hjá Microsoft því þróunn á stýrikerfi hefur aldrei verið gerð á þennan hátt áður, markmið Microsoft er að breyta því hvernig Windows stýrikerfið er þróað með það fyrir augum að sinna þörfum notenda betur en áður. Telja má líklegt að þetta sé gert svona því móttökur viðskiptavina á Windows 8 voru líklega vel undir væntingum Microsoft manna en það er önnur saga.

 

Windows: Fyrirtæki og Power-Users

Hagnaður Microsoft af Windows er aðeins lítill hluti af heildarveltu fyrirtækisins en þó vill fyrirtækið vitanlega halda sinni sterku markaðsstöðu. Þetta á sérstaklega við um styrk Microsoft á fyrirtækjamarkaði en hann hefur verið sterk tekjulind fyrirtækisins undanfarin ár og áratugi. Þessi fyrirtækjaáhersla Microsoft kom vel fram þegar Microsoft kynnti Windows 10 en mér fannst þessi kynning með eindæmum fyrirtækjamiðuð og án allra flugeldasýninga (sem er gott).

Það hefur verið nokkuð kómískt að hlusta á og lesa viðbrögð ýmissa fréttamiðla og tæknibloggara sem stukku til og líktu þessari kynningu við Apple kynningar. Þessir miðlar hafa líklega gleymt því að Apple er nær óþekkt í fyrirtækjamarkaði og er bara niche-stærð þar. Þessi kynning var til þess að vekja áhuga fyrirtækja og power-users á kerfinu og fá þá að borðinu til að aðstoða við þróunn og það virðist hafa tekist mjög vel því flestir (þar á meðal ég) eru ánægðir með útkomuna og fagna þess að geta haft aðkomu að þessu ferli.

Margir af þeim kostum sem voru nefndir voru í kynningunni voru augljóslega fyrir “power-users” og gott dæmi er uppfærsla á hinu rómaða CMD. Það gerðu margir grín af þessu (þar á meðal ég) en ég verð samt að segja að ég nota CMD oft á dag og þær uppfærslur sem komu fram á kynningunni gera líf mitt mun einfaldara er nægja til þess að ég mun pottþétt skipta yfir í Windows 10 þegar það kemur.

 

Hér má sjá hvernig multitasking (ALT-TAP) lítur út í Windows 10

Mynd tekinn af ExtremeTech

Mynd tekinn af ExtremeTech

 

Ég veit að fyrirtæki hafa verið treg að innleiða Windows 8 hjá sér og þó svo að Windows 8.1 hafi breytt miklu þá hafa fyrirtæki haldið að sér höndum eða jafnvel uppfært í Windows 7 ef þess hefur þurft. Það er svo sem ekki alslæmt að uppfæra úr Windows XP í Windows 7 þar sem það verður stutt af Microsoft í mörg ár í viðbót en þetta hefur samt verið áhyggjuefni fyrir Microsoft. Ég sé um Microsoftsamninga fyrir nokkur fyrirtæki og veit því af eigin reynslu að upptaka á Windows 8 í þeim fyrirtækjum hefur ekki verið góð en það eru helst IT menn sem hafa uppfært meðan venjulegir starfsmenn hafa haldið sig í Windows 7.

 

Hvert stefnir Windows?

Segja má að hugsunin á bakvið Windows 10 sé eitt stýrikerfi sem keyrir á flestum ef ekki öllum skjástærðum en þessi uppfærsla mun verða gerð fyrir hefðbundnar PC vélar (desktop), spjaldtölvur, síma, klæðanlega tækni (Wearable), netþjóna o.s.frv… Hefur oft verið vitnað til Windows One í þessu sambandi eða eitt kerfi (One) sem virkar á öllum tækjum…

Nýr stjórnarformaður Microsoft Satua Nadella, talaði um Windows 10 og framtíðarsýn fyrirtækisins á Gartner Symposium ITxpo sem er í gangi þessa dagana í Orlando Florida. Nadella sagði í Keynote ræðu sinni að Windows 10 sé fyrsta skref fyrirtækisins í þá átt að búa til kerfi sem getur keyrt á mismunandi skjástærðum ásamt því að keyra “Internet of things“en þessi stefna fyrirtækisins kallar hann Windows One. Hann sagði einnig að Windows One muni geta keyrt allt frá hinum ýmsu nemum (sensors) í klæðanlegri tækni (Wearables) ásamt því að keyra venjuleg tæki sem við þekkjum og notum í dag.

 

“Windows 10 is a very important step for us. It’s the first step in a new generation of Windows as opposed to just another release after Windows 8. General purpose computing is going to run on 200 plus billion sensors. We’ve architected Windows where it can run on everything.”

 

 

 

Windows_10_Product_Family

 

 

 

“The Internet of Things end points will need an operating system that’s manageable and secure. I feel Windows will be a fantastic operating system to run on the edge,” said Nadella. Another key point will be taking that OS and the data end point and offloading into Azure for predictive analytics. “That’s really our IoT strategy,”

 

Lykillinn af framtíðarvelgengi Windows er að mati Nadella sá sérstaki eiginleiki Windows að geta boðið notendum uppá svipaða upplifun, alveg sama hvaða tæki notandi er að nota.

 

Á Symposium ITxpo komu einnig fram nokkur dæmi sem skipta Windows miklu máli

 

Leyfismál fyrirtækja

Nadella er sammála því að leyfissamningar Microsoft eru of flóknir í dag en hann segir að það sé sjálfskapað og rótin sé vegna þess að Microsoft hafi reynt að hlusta á alla og búið til lausnir sem hentar öllum. Útkoman er mjög flókið samningsumhverfi sem þarf að vinda ofanaf.

 

Active Directory.

Nadella segir að Active Directory sé ein af mikilvægasti hugbúnaður/lausn sem Microsoft skaffar fyrirtækjum en þessu geta flest fyrirtæki verið sammála.
Microsoft hefur og mun leggja mikið púður í þróunn á AD og má léttilega sjá fyrir sér hybrid AD þar sem AD mun verða hýst í skýjalausn eins og Azure sem gerir notendur kleyft að skrá sig inn, hvar sem þeir eru.

 

Nadella er með sterkann “skýja bakrunn” og er það nokkuð greinilegt þegar horft er í framtíðarsýn Microsoft en þeir hafa styrkt sig til muna á þeirri vígstöð undanfarin ár. Hver svo sem framtíð Microsoft verður þá er nokkuð augljóst að Nadella mun (að mínu mati) leiða Microsoft í átt að opnara, einsleitara og skýjamiðaðri fyrirtæki en það er í dag og Windows 10 er mikilvægur hlekkur í þeirri þróunn

Nadella segir réttilega að “mobility” hafi ekkert með tækin sjálf að gera heldur stjórn fyrirtækja á þeim, framleiðni starfsmanna og tól aðgengilega fyrir þá í skýjalausnum. Microsoft ætlar því að hugsa frekar um færanleika (e. Mobility) notenda og upplifunar hans á forritunum, ekki tækin sjálf. (Þórarinn Hjálmarsson þýddi/túlkaði Mobility)

Windows 10 er skýrt og gott dæmi um framþróunn og breytta upplifun notenda og greinilegt að þetta er ekki venjuleg Windows uppfærsla eins og við þekkjum þær í dag.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira