Heim ÝmislegtAndroid Android 5 – Lollipop

Android 5 – Lollipop

eftir Jón Ólafsson

Google hefur nú kynnt nýja útgáfu af Android stýrikerfinu sem mun formlega heita “Android 5 – Lollipop” eða Android 5 – Sleikipinni. Þesssi nýjasta útgáfa frá auglýsingarisanum byggir á hönnun eða hugsun sem Google kallar Material Design.

Hugsunin á bakvið Material Design er að sögn Google að vera með eina hönnun sem skalar sig á öll tæki en þetta er sambærilegt og við höfum heyrt áður frá t.d. Microsoft.

 

devices

 

 

Eins og við sögðum frá á sínum tíma þá kynnti Google Android L á I/O sem fram fór í Júní en síðan þá hafa notendur getað sótt kerfið til að prófa en almennt hafa notendur verið mjög ánægðir með kerfið.

 

 

Það má reikna með því að Android Lollipop komi fyrst á Nexus tækin eins og Nexus 9 spjaldtölvuna ásamt snjallsímum eins og Nexus 5 og 6. Síðan má reikna með að Google Play tæki eins og Nexus 4,5,7 og 10 fái sleikipinna næst eins og Motorola Moto X, Moto G, Moto E, Droid Maxx, Droid Mini og Droid Ultra.

Endilega kynntu þér málið betur hér

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira