Heim Föstudagsviðtalið Ágústa Eva Erlendsdóttir

Ágústa Eva Erlendsdóttir

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 61 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi okkar að þessu sinni er engin önnur en Ágústa Eva Erlendsdóttir sem flestir ættu að þekkja en hún hefur staðið í stórræðum síðustu árin og ein af okkar helstu og fremstu leikkonum..

Það er verið að frumsýna Borgríki 2 í dag en Ágústa Eva leikur einmitt eitt af aðalhlutverkum í henni. #borgriki2

 

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Ágústa Eva Erlendsdóttir og er Hvergerðingur

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa sem leik og söngkona. Hef verið í báðum stóru leikhúsunum okkar, í kvikmyndum, teiknimyndum og á tónleikum hér og þar um borgina.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Það er enginn dagur eins hjá mér, utan þess að ég vakna og sofna vanalega á sama stað og eyði tíma með litlu fjölskyldunni minni. Utan þess eru þeir eins ólíkir og þeir eru margir.

 

Nú er Borgríki 2 frumsýnd í dag , hvernig var að vinna við myndina og ertu sátt við útkomuna?

Það var yndislegt og erfitt í senn. ég var umkringd góðu og hæfileikaríku fólki með mikinn metnað og þegar þannig vinnuaðstæður eru, er fátt betra og fullnægjandi, ég gæti ekki verið stoltari af útkomunni, frábær heild, góð mynd.

 

Eitthvað slúður af meðleikurum sem við verðum að vita?

Þið verðið að vita að Zlatko og Hilmir fóru í blóð-sleik, þeir voru í blóðbaði í senu sem var verið að skjóta við rætur Esjunar þegar mikil snjóhríð skall á og það um mitt sumar, maður sá ekki símann sinn nema að halda honum alveg upp við gagnaugað. Nema hvað! Þá ákvað Hilmir allt í einu að fara úr buxunum til að koma leikstjóranum á óvart þegar storminn lægði en það vildi þannig til að hann var með bundið fyrir augun, afþví að hann var gísl auðvitað í senunni. Hann fikraði sig inn í húsið sem búið var að byggja við hliðina á útitökunum, sem var einmitt verið að taka upp ástarsenu milli 3 aðila sem Zlatko tók þátt í. Í miðri töku sér Siggi Sigurjóns hvað er að gerast, sér Hilmi skakklappast inn í tökuverið, buxnalausann með bundið fyrir augun og leiðir hann í aðstæðurnar sem verið er að filma, settið er myrkvað og allir í ástarsenunni eru auðvitað með lokuð augun, því þau eru að kela auðvitað. Þetta endar þannig að Zlatko grípur þéttingsfast um mittið á Hilmi og sleikir á honum munninn, þeir falla niður í hamagangnum og á stoðir sem halda uppi fati af blóði sem átti að nota daginn áður en gleymdist, fatan skellist yfir þá og þeir liggja þarna í blóðsleik. Svo sættust þeir yfir sígerettu í rigningunni þegar Hilmir var búinn að klæða sig. Zlatko hrissti svo hausinn yfir íslenskri kvikmyndagerð og sagði þetta aldrei hafa getað gerst í hollywood.

 

Lífsmottó?

Þau eru allt of mörg til að telja upp, óteljandi setningar og speki sem göfga mann og gjörðir hans með. En bara eitt lífsmottó trúi ég ekki að sé gott fyrir mig að hafa, það er helst til þurrt en úr því þú spyrð akkurat á þessum tímapunkti þá hefur oft komið þessi setning í hausinn á mér að undarförnu við allskonar aðstæðaur, hvort sem það er við heimilsstörf, leika við strákinn minn eða bara hvaða verkefni sem er fyrir höndum, -Ef ég geri þetta ekki núna, geri ég það aldrei og það er eins gott að gera þetta vel, því ég mun aldrei gera það aftur-. Þetta kemur í hugann hvort sem ég er að mála stigann heima hjá mér eða leika Línu Langsokk upp á sviði. Maður sér aldrei eftir að kýla á hlutina og vanda sig og njóta verkanna eins mikið og maður mögulega getur.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Það eru aðallega skáld kennd við Hveragerði en við eigum þó okkar fólk og þau bæta upp hvað þau eru fá með því hversu góð þau eru og voru.

Magnús Þór Jónsson
Bergþóra Árnadóttir

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Kærastinn minn er ekki heima… get ekki spurt hann!

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Mín, afþví að hún er ógeðslega flott og dýr og með allt inná henni sem ég þarf og vil, já og getur gert allt. Veit samt ekki hvað hún heitir. Þetta er Mac og er borðtölva.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Iphone 4.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Hann hringir ekki, bilaður.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

home-buttonið er bilað og ég læt það alltaf mæta afgangi að laga hann, sem er þá sem sagt aldrei.

 

Í hvað notar þú símann mest? (top 5 listinn)

Síminn minn er helsta vinnutólið mitt, fyrir utan mig sjálfa moho… hringja, sms, klukka og vekjarklukka, facebook og mail.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110 en ekki hvað!?

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

ef ég nú bara gæti sleppt síma… ég er símaböðull, það vita allir sem mig þekkja og ég hvað sælust þegar ég týni símanum mínum, sem er vanalega annan hvern mánuð, svona viku í senn.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Engum, en jón Viðar (kærastinn minn) lætur mig alltaf horfa á I-phone myndbönd og Mac-myndbönd, skoða allskonar fítusa og nýjungar.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Hafið það hrikalega gott og verið góð við hvort annað, eins og Hemmi Gunn boðaði svo reglulega “verið hres, ekkert stress og bless”!

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira