Heim MicrosoftWindows Mobile Spáðu fyrir um útslit á HM með Bing

Spáðu fyrir um útslit á HM með Bing

eftir Jón Ólafsson

Fljótlega kemur uppfærsla fyrir Windows Phone sem heitir einfaldlega Windows Phone 8.1 en eins og fjallað hefur verið um áður þá koma margar uppfærslur fyrir WP símtæki með þessari uppfærslu. Lapparinn hefur verið að prófa þessa uppfærslu síðustu vikur og mánuði og má segja að símtækin breytast mikið og koma með marga kosti sem “vantað hefur” hingað til.

Ein af þessum kostum er Cortana sem má segja að sé svar Microsoft við Siri frá Apple og Google Now en Cortana notar vitanlega leitarvélina frá Microsoft en hún heitir Bing. Microsoft var að uppfæra leitarvélina og núna er hægt að leita í HM tölfræði og spá fyrir um leiki á HM.

 

Vitanlega er hægt að gera þetta í vafra með því að slá inn www.bing.com en til viðbótar er hægt að nota Cortana. Sannast hefur að Cortana ein og sér virkar vel og getur framkvæmt margar skipanir og aðgerðir með raddstýringu en núna eftir nýjust viðbótin á Bing er hægt að nota Cortana til að spá fyrir um útslit leikja á HM, skoða leikjadagskrá, útslit og aðra tölfræði.

 

Ég prófaði að spyrja Cortana hvernig Þýskaland vs Alsír fer en þessi leikur fer fram í kvöld klukkan 20:00 og verður áhugavert að sjá hversu sannspá Bing er.

 

cortana_hm

 

Fyrirfram er Þýskaland líklega mun líklegra til sigurs en Bing notar fyrri útslit, stöðu á heimslista, hversu erfið dagskráin er, hitastig, hvort ástand vallar/veðurs gefi öðru liði styrk o.s.frv. Til viðbótar þá ber Bing niðurstöðu sína saman við aðrar spávélar til að tryggja að Bing sé ekki að gleyma neinu.

Bing leitarvélin hefur áður sýnt ágæti sitt en hingað til hefur leitarvélin spáð rétt fyrir í 29 leikjum og rangt í 19 sem gefur um 60% af réttum svörum. Þessu til viðbótar þá spáði leitarvélin rétt fyrir um hver færi áfram og hver verður sendur heim í hæfileikakeppninni The Voice

 

Hvort sem þú hefur áhuga á fótbolta eða ekki þá gefur þetta allavega til kynna hversu öflug þessi tæki eru orðinn og hið minnst gefa Windows Phone notendur smá forskot á aðra í tippleikjumn í vinnunni.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira