Heim Föstudagsviðtalið Magnús Halldórsson

Magnús Halldórsson

eftir Þórarinn Hjálmarsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 50 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi dagsins er Magnús Halldórsson, blaðamaður og einn eigenda Kjarnans. Magnús er hokinn af reynslu þegar kemur að fjölmiðlum og var meðal annars viðskiptafréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis áður en hann stofnaði Kjarnann í samstarfi ásamt fleiri góðum mönnum. Hann er annar Kjarnamaðurinn sem við fáum í viðtalið en áður var það Hjalti Harðarson.

En nóg af kynningum, vöðum beint í viðtalið..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Magnús Halldórsson, heimspekingur, einn eigenda Kjarnans miðla ehf., sem getur út stafræna vikutímaritið Kjarnann. Ég er fæddur og uppalinn á Húsavík.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa við blaðamennsku og hef gert í 10 ár. Síðustu árin hef ég fyrst og fremst verið að vinna og sinna fjölskyldunni, tveimur sonum og eiginkonu.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Ég vakna um hálf sjö með yngri syni mínum yfirleitt. Við foreldrarnir förum síðan gangandi til vinnu. Ég fer með strákunum, fyrst með þann yngri á leikskóla og síðan þann eldri í Laugarnesskóla. Þetta er þægileg gönguferð á morgnana. Síðan labba ég rakleiðis í vinnuna á Laugaveg 71, og er þar við blaðamennskustörf og alls konar brall sem tengist vinnunni. Hlusta á eitt podcast á leiðinni. Yfirleitt tekur maður síðan vinnuna með heim, labbandi til baka, og pælir í því hvernig mætti gera hlutina betur o.s.frv. Svo er það ræktin og fjölskyldustundir í bland.

 

Lífsmottó?

Reyna sitt besta, góð heilsa (í víðustu merkingu) gulli betri.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

  1. Gunnar Illugi Sigurðsson.
  2. Snæbjörn Ragnarsson.
  3. Ágúst Örn Pálsson.
  4. Lára Sóley Jóhannsdóttir.
  5. Arngrímur Arnarson.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?  (Win-Osx-Linux)

Windows 8.

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Playstation 3, vegna þess að ég og sonur minn 7 ára erum farnir að eiga dásamlegar stundir í henni saman. Sérstaklega þegar ég næ að skora gegn honum í FIFA 14. Þá byrja gríðarlega skemmtilegar rökræður.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 4s.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Alhliða snjallsími, allt sem ég þarf.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Skjárinn er brotinn eftir að yngri sonur minni henti símanum í gólfið í karlaklefanum í sundlauginni á Akureyri.

 

Í hvað notar þú símann mest? (top 5 listinn)

Hringja og fara á samfélagsmiðla.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Ericsson samlokusími #TeamSandwich

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

iPhone 5. Konan mín á slíkan, eftir að ég gaf henni hann. Og hann virkar á mig sem góður sími!

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

The Verge helst. Frábær síða og góð umfjöllun um ýmsar hliðar tækni- og nýsköpunargeirans.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Hafið það nú öll sem allra best. #kjarninn

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira