Heim Föstudagsviðtalið Tryggvi R. Jónsson

Tryggvi R. Jónsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 45 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælanda okkar að þessu sinni er mikill snillingur og góður félagi sem ég hef náð kynnast enn betur síðasta árið í gegnum Lappari.com. Maðurinn heitir Tryggvi og er vel þekktur “tölvukall” á Akureyrinni, rómaður orkubolti og sannkölluð krúttsprengja. Við eigum það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á snjalltækjum og allri tækni almennt, flokkumst léttilega báðir sem hasarnördar af sumum en vitum í dag að það er svallt og hippócool að vera nörd.

En nú hætti ég þessu rugli og kynni til leiks Tryggva R. Jónsson

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er Tryggvi R. Jónsson fæddur 1977, árið sem Elvis dó. Akureyringur að upplagi og uppeldi, var 10 ár í borg óttans í námi og svo vinnnu áður en ég flutti aftur heim til Akureyrar 2008. Ég er trúlofaður Valdísi Þorsteinsdóttur, stærðfræðikennara í MA og við eigum tvö börn saman, Hartmann Völund (2009) og Heklu Þorbjörgu (2014).
Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Starfið mitt er deildarstjóri Rekstrarlausna Advania á Akureyri, stýri frábærum c.a. 20 manna hópi frá Ísafirði til Egilsstaða. Rekstrarlausnir eru verslun, verkstæði, sala, hýsing og rekstur, vettvangsþjónusta, gagnaver og í raun allt sem þarf til að halda blóðinu gangandi í upplýsingatækni í dag.
Áður en ég fór við núverandi starfi stýrði ég tölvuendurskoðunar- og UT-ráðgjafateymi Deloitte á Íslandi og var þar áður upplýsingaöryggis- og gæðastjóri deCODE. Á ofanverðri síðustu öld vann ég við að tengja skóla o.fl. við Internetið hjá Ísmennt og svo NETT hér fyrir norðan.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Flestir daga byrja á morgunmat og svo rölti ég með strákinn minn í leikskólann í næstu götu og labba svo í vinnuna niðri í Tryggvabraut. Það er hressandi að horfa yfir Eyjafjörðinn ogfara yfir verkefni dagsins. Suma daga fer ég í ræktina niðri í Átaki og þeir vinnudagar byrja þá aðeins seinna og einstaka sinnum þarf ég að taka fundatarnir í Reykjavík og þá er það flugvöllurinn sem er fyrsta stopp.
Eftir að dagurinn fer í gang eru engir tveir eins, sumir eru pakkaðir með fundum. Lync er mjög mikið notað verkfæri. Ég vinn í opnu rými en sit sjaldan við borðið mitt er talsvert á ferðinni. Svo koma alveg dagar þar sem maður þarf að taka upp skrúfjárnið í kerfissalnum okkar. Verkefnin snúast um að aðstoða viðskiptavini okkar við að breyta, bæta eða gera nýja hluti sem gera þeim mögulegt að gera sína hluti betur. Margir eru að vega og meta skýjalausnir eða aðrar breytingar á sinni högun og mörg umhverfin stór og smá sem maður er búinn að endurhanna síðustu misserin.
Stundum næ ég að klára daginn nógu snemma til að sækja í leikskólann líka en oftar en ekki eru einhverjir tölvupóstar sem eru kláraðir um kvöldið þegar ró færist yfir.

 

Lífsmottó?

42

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við Akureyri?

Við getum nú eignað okkur flesta flotta tónlistarmenn á landinu! En af signature-Akureyrarböndum mætti nefna200.000 naglbítar, Skriðjöklar, Hljómsveit Ingimars heitins Eydal, Hvanndalsbræður og svo Hundur í óskilum en held að ættingjar mínir í Svarfaðardal vilji eigna sér þá.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Vinnutölvan er Win8 (ekki haft tíma í uppfærslu sorry…), oftast tengdur inn á nokkra netþjóna bæði Windows og Unix. Heima er það svo MacBookAir sem er stundum vinnutölva og það sést alveg á skjánum á honum RDS tenging inn á einhverjar græjur eða þá Outlook eða Navision í gegnum Citrix-gáttina okkar (sem bjargar manni oft fyrir horn!). Það er alger snilld að vera ekki háður einhverjum tilteknum kassa sem maður þarf að bera með sér.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Eftir að ég lokaði bílhurð (eins og frægt er orðið…) á Samsung Galaxy S3 ákvað ég að prófa iPhone 5.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Stærðin fer mér vel í hendi, rafhlöðuendingin er allt í lagi og hann syncar vel við aðra hluti á heimilinu. Ég nota símann grimmt til að afgreiða tölvupóst sem ég get svarað strax og stutt eða flokka sem afgreitt.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Dropbox appið er heimskt, lyklaborðið aðeins of lítið og autocorrect alltof frumlegt.

 

Í hvað notar þú símann mest? (top 5 listinn)

– Samskipti og skipulag: Póstur og dagbók (syncað við Exchange,GMail, o.fl. þjónustur)
– Samfélagsmiðla: Facebook / Twitter / Vine / Instagram
– Heilsuátaksskráningar: MyFitnessPal, Endomondo, Garmin Connect
– Ljósmyndir, síminn hefur því mikið minnkað notkunina á alvöru myndavélinni
– Létta skráavinnslu með Office Mobile og OneDrive for Business

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Gott þú spurðir maður, það var epíska græjan Motorola MicroTAC 8700, keyptur notaður á Dalvík á hlaupársdag 1996 ef ég man rétt.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Í dag myndi ég taka Samsung Galaxy S5, ef hann þolir að bílhurð sé skellt á hann.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég er með alveg skelfilegt magn af tæknisíðum á RSS-readernum mínum. Facebook og Linkedin er fínt fyrir fréttir frá fyrirtækjum í öryggisbransanum og birgjum eins og Microsoft, VMWare og fleirum. Twitter kemur með einstaklinginn inn í þetta til viðbótar og oft eru gúrúar þar sem henda inn flottum hlutum löngu á undan “þessum stóru”.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

May the force be with you, always.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira