Heim Ýmislegt Ný Android óværa herjar á notendur

Ný Android óværa herjar á notendur

eftir Jón Ólafsson

Notendur Android snjallsíma eru kannski flestir vanir því að fjallað sé um óværur og öryggisgalla sem geta herjað á þá. Flestir leiða þetta bara hjá sér og eðlilega kannski því líkurnar á því að notandi lendi í einhverju svona, svo lengi sem hann notar símtækið “eðlilega” og samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda eru hverfandi.

Mynd frá Bitdefender

Mynd frá Bitdefender

Núna er kominn á sveim ný óværa sem er öllu alvarlegri en margir átta sig á en notendur geta lent í því að símtækið þeira læsist og verði ónothæft nema að notendinn greiði um $300 sem er um 36.000 íslenskar krónur.

 

Óværan notar notar falskar viðvaranir/hótanir frá FBI sem saka notenda um að skoða “ólöglegt klámefni” á símanum sínum og geta þeir ekki notað símann án þess að borga. Óværan hleðstu sjálfkrafa niður á Android símtæki þegar smitaðar heimasíður eru heimsóttar og eins og er þá eru það “bara” vissar klámsíður sem innihalda þennan glaðning en mögulega er þetta ekki bara þar.

Notendur þurfa vissulega að leyfa uppsetningu á forritum utan Google Play og smella á install þegar vefsíðan bíður uppá uppsetningu á forriti. Í tilfelli klámsíðna þá er um sérstakann myndbandaspilara að ræða sem á að bæta afspilun á efninu sem notandinn er að leita sér að

Þetta er í raun og vera samskonar óværa og hefur verið að hrella PC notendur síðustu mánuði og hefur verið að greinast á Apple vélum líka og kallast Cryptolocker.

 

Það er svolítið skelfilegt að hugsa til þess að þessar skæðu óværur sem fyrirtæki hafa borgað milljónum bandaríkjadollara í “lausnagjald” og viðgerðir eftir smit séu núna að vera að veruleika í Android símtækjum.

 

Heimild:  Arstechnica

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira