Heim Microsoft Er Surface mini á leiðinni?

Er Surface mini á leiðinni?

eftir Jón Ólafsson

Það hafa verið sögusagnir í rúmt ár um að Microsoft ætli sér að koma með Surface mini vél á markaðinn fljótlega. Þetta mun líklega vera 7-8″ vél sem keyrir Windows RT sem er spjaldtölvustýrikerfi frá Microsoft.

Þessar sögusagnir hafa nú fengið byr undir báða vængi og virðast hafa verið sannar því Microsoft hefur boðið fáum útvöldum á “sérstakan viðburð” þann 20. maí. Þess ber að geta að Lappara.com var ekki boðið   🙂

Núna er talið nær öruggt að vélin komi til með að keyra á ARM örgjörva og því mun því örugglega keyra Windows RT. Vélin mun nær örugglega vera með penna en því miður mun hún ekki vera með kickstand eins og Surface 2 og Surface Pro 2 (og eitt) eru með. Það er kannski skiljanlegt því vélin er mun minni ásamt því að Microsoft hafa reynt að halda verðinu niðri til að geta keppt við önnur tæki.

Talandi um verð þá hafa menn nefnt sem dæmi til viðmuðunar Dell Venue Pro 8 sem er á um $199 (er samt með Windows Pro x86) og iPad mini sem er ódýrust á $299.

 

Frekari upplýsingar:  WindowsITPro

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira