Heim Föstudagsviðtalið Snæbjörn Ingi Ingólfsson

Snæbjörn Ingi Ingólfsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 42 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi minn í dag hefur brallað hefur margt í gegnum tíðina en þetta er sannarlegur þungaviktar maður úr upplýsingatæknifaginu. Sá sem er í heita sætinu að þessu sinni heitir Snæbjörn Ingi og ætti að vera flestum kunnugur sem starfa við eða fylgjast með upplýsingatækni. Það er sannarlega mikill fengur að fá Snæbjörn í heita sætið og sjá hvað hann hefur merkilegt að segja.

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Snæbjörn Ingi Ingólfsson, fæddur 1974 og er borinn og barnfæddur sveitastrákur úr Mývatnssveitinni. Bjó þar til tvítugs, bjó að vísu til líka á Akureyri frá 16 ára aldri meðan ég var í VMA. Fór síðan til Reykjavíkur 1998 í tölvunarfræði við HÍ. Hef verið í borg óttans síðan. Bý þar með konu og 3 börnum. Fer samt reglulega norður til að „resetta“ mig 😉

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Í dag er ég lausnaráðgjafi og viðskiptastjóri hjá Nýherja. Búinn að vera þar síðastliðn 10 ár og hef sinnt hinum ýmsu verkefnum á þeim tíma. Lausnaráðgjafi er einskonar „Pre-sales“ á lausnum og okkar hlutverk er að taka saman vörur Nýherja og pakka þeim saman í einhverskonar lausnir sem henta þörfum okkar viðskiptavina. Mitt sérsvið í þessu hjá Nýherja eru samskipta- og Microsoft lausnir.
Ég á einmitt 18 ára starfsafmæli í UT bransanum í sumar.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Þegar ég er búinn að koma guttunum mínum í skóla og leikskólann, tekur vinnan við. En ég reyni að vera mættur um 8:30. Næ þá aðeins að svara nokkrum tölvupóstum, áður en fundaseturnar byrja. Þá er maður að sitja sölufundi með viðskiptavinum eða verkefnafundi. Ef maður er heppinn nær maður aðeins að hreyfa sig í hádeginu, en það er algjörlega nauðsynlegt í Nýherja, því mötuneytið er svo gott, að maður verður aðeins að reyna að sporna við vextinum á þverveginn. Síðan á milli funda, reynir maður að vinna eitthvað ;-). Dagurinn er svo kanski búinn milli 16 og 17 og svo er stundum einhver heimavinna.

 

Lífsmottó?

Nú þarf maður að vera djúpur, það er alltaf sígilt að segja „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.“ Síðan hef ég alltaf gaman að setningunni, „Illu er best aflokið, sagði kellingin og sk….. sig áður en hún sk…!“

 

Wham eða Duran Duran?

Duran Duran of kors.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Ég nota Windows 8.1 og búinn að gera síðan í júlí, ég er svo bilaður að ég uppfæri alltaf vinnuvélina mína í Technical Preview þegar það kemur út. Finnst nauðsynlegt að brenna mig á böggunum þegar þeir koma 😉
Síðan er ég rétt búinn að uppfæra með nýju uppfærslunni, nokkuð um skemmtlegar viðbætur þar.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Nokia Lumia 1020, alveg frábært tæki.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Stýrikerfið og samtenging við Sky-Drive og aðra MS þjónustur. Þá er myndavélin mjög góð. People Hub er einnig frábært verkfæri. Nokia app svítan, með myndavélum og Navigation er líka frábær.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Nei, ekki nema batteríð mætti endast lengur.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Tölvupóstinn
  2. Dagbókina
  3. Vefrápið
  4. Samfélagsmiðlana (Facebook, LinkedIn, Twitter helst)
  5. Myndavélin er mikið notuð, en ekki hvað
  6. Síðan notar maður símann eitthvað sem síma inn á milli.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110, sem var alveg frábært tæki þess tíma.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ég er nýbúinn að skipta í Lumia 1020 símann og eins og er þá er ég ekki að fara að skipta á næstunni. 😉

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Zdnet.com – mjög skemmtileg síða með mikið af áhugaverðum greinum
channel9.microsoft.com – frábær Microsoft síða
Lappari.com – hvernig getur maður ekki minnst á þessa síðu, sennilega frambærilegasta íslenska tæknisíðan í lengri tíma.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Vissuð þið að vinnumarkaðurinn er að fyllast af fólki sem þekkir ekki heiminn án Internetsins!

 

Screenshoot af heimaskjá og síðan People Hub Stream (Lappari)

snjaborningiscreen

 

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira