Heim Föstudagsviðtalið Kristinn Ingi Pétursson

Kristinn Ingi Pétursson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 43 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi minn í dag er vel þekktur tölvumaður, kerfisstjóri og mikill snillingur en hann hefur sannarlega brallað hefur margt í gegnum tíðina. Sá sem er í heita sætinu að þessu sinni er enginn annar en Kristinn Ingi eða KIP eins og leikjamenn þekkja hann líklega..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Kristinn Ingi Pétursson, bóndasonur frá Fellshlíð í Reykjadal, Þingeyjarsveit.

 

Við hvað starfar þú?

Starfa sjálfstætt við tölvurekstrarþjónustu samhliða námi. Sjá www.kip.is

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Ódrepandi Samsung Omnia W

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Viðmótið í Windows Phone.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Þegar ég rek mig í Bing leitartakkann 🙂

 

Nýtist síminn við vinnu? Mögulega ómissandi?

Hann nýtist við vinnu, og er já ómissandi við vinnu.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Það var Panasonic eitthvað alveg ótrúlega sniðugt apparat en batteríið entist afar illa.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Samungs Ativ SE (kemur í apríl 2014), reynsla mín af Samsung er mjög góð, en etv. myndi ég gefa Nokia tækifæri með Lumia 1520.

 

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Lappari.com að sjálfsögðu langbest 😉 ConfigMgr (SCCM) á Facebook, Slashdot og Engadget eru ágætar. Tölvurekstrarþjónustan á Facebook er einnig ágæt, það mætti uppfæra hana oftar 🙂

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Kitten Viewer Extension fyrir Chrome er ómissandi: Tengill
Vildi að fleiri Android og iOS notendur prófuðu Windows Phone 8, viðmótið er bylting.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira