Heim ÝmislegtAndroid Er þetta Amazon-síminn?

Er þetta Amazon-síminn?

eftir Magnús Viðar Skúlason

Samhliða því að Amazon smellti sér inn á spjaldtölvumarkaðinn með Amazon Kindle Fire fyrir nokkrum misserum síðan, þá hefur sú umræða verið á kreiki að Amazon myndi einnig koma með snjallsíma á markaðinn.

Nú hefur sá orðrómur fengið byr undir báða vængi því í vikunni láku út nokkrar myndir af hinum væntanlega Amazon-síma.

Fyrri fregnir bentu til þess að þessi sími gæti mögulega verið með einhverskonar 3D-virkni fyrir viðmótið og er það nokkurn veginn staðfest á þessum myndum en talið er að fjórar myndavélar séu framan á símanum og eru þær notaðar til þess að búa til einhverskonar 3D-virkni í valmyndinni fyrir þann sem er að nota símann. Fimmta myndavélin er síðan einnig að framan og er hún hugsuð fyrir netsímtöl og ‘selfie’-myndatökur.

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá minnir hönnun símans óneitanlega á Nokia N9 sem Nokia Lumia 800 var síðan byggður á. Talið er að skjárinn sé 4,7 tommur að stærð og vinnsluminnið sé 2GB. Lítið annað er vitað en líklegt þykir þó að síminn muni keyra á svipaðri Android-útgáfu og Amazon bjó til fyrir Kindle Fire-spjaldtölvurnar.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er talið að Amazon muni kynna þennan síma formlega núna í júní.

Heimild: BGR

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira