Heim Ýmislegt Quizup – Númer tvö á Crunchies

Quizup – Númer tvö á Crunchies

eftir Jón Ólafsson

Eins og margir kannski vita þá var spurningaleikurinn QuizUp tilnefndur til hinna árlegu Crunchiesverðlauna sem TechCrunch sem stendur fyrirí samstarfi við fréttavefsíðurnar GigaOm og VentureBeat. QuizUp var tilnefnt í flokknum „Fastest rising startup“ og keppti þar við fyrirtækin Lulu, Tinder, Upworthy og Whisper en tilkynnt var um þetta fyrir skemmstu.

Að vera tilnefnd er stórmál á alla mælikvarða en í fyrra vann Snapchat verðlaunin í þessum flokki og Pinterest árið á undan. Keppt var í 20 flokkum og gafst almenningi tækifæri til að kjósa í hverjum flokki fyrir sig. Þetta voru sjöundu Crunchiesverðlaunin en afhendingin fór fram í San Francisco en kynnir hennar var grínistinn John Oliver sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttum á borð við Daily Show og Community.

Quizup var tilnefnt í flokknum “Fastest Rising Startup”

  1. Upworthy – Sigurvegari
  2. QuizUp – Númer tvö
  3. Lulu
  4. Tinder
  5. Whisper

 

Mér finnst að QuipUp fólk geti verið sátt við annað sætið þar sem leikurinn kom út sjöunda nóvember og var því aðeins 54 daga á markaði á síðasta ári.

Til lukku með árangurinn með QuizUp !!!

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira