Heim MicrosoftWindows Mobile Magnað íslenskt BMX myndband

Magnað íslenskt BMX myndband

eftir Jón Ólafsson

Ég vildi deila með ykkur mjög flottu BMX myndbandi sem ég rakst á en þetta er íslenskt myndband sem er allt skotið á Nokia Lumia 1020.

Anton Arnarson og félagar sýna listir sínar og er magnað að sjá myndgæðin sem hægt er að ná við fjölbreytt birtuskilyrði með snjallsíma núorðið.

 

Samkvæmt viðtali við Beikt.is þá er Anton Örn Arnarson 22 ára hefur hann verið að hjóla af kappi í 7 ár og er með nokkra styrktaraðila á íslandi og erlendis en hann hefur einnig keppt og stundað BMX erlendis.

„Í sumar fékk ég tölvupóst þar sem ég var spurður hvort mig langaði að taka þátt í stóru verkefni með NOKIA sem kallast „Nokia PUREVIEWS“, ég svaraði um hæl og sagði auðvitað já“ segir Anton Örn um verkefnið.

„Nokia sendu tvo menn hingað til Íslands með fulla ferðatösku af Nokia LUMIA símum og tólum til þess að taka upp myndbönd af mér hérna á Íslandi. Þeir dvöldu hérna í eina viku og við ferðuðumst víða til að skoða landið og náttúruna. Þeir borguðu mér alveg mánaðarlaun fyrir heimsóknina, allan mat og bensín kostnað“ segir Anton sem fær að sýna listir sínar á hjóli í myndbandinu.

 

 

Myndbandið er póstað á Youtube svæði Nokia Pureviews og má reikna með að þetta verði mikið spilað um allann heim.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

2 athugasemdir

Steini Thorst 10/02/2014 - 14:00

Þetta er alveg hrikalega flott og gaman að sjá þetta.
Nú er bara að vona að Nokia verði áfram duglegir að koma hingað og þá kannski með fræga Lumia notendur með sér, Jennifer Lopez til dæmis 🙂

Reply
Jón Ólafsson 10/02/2014 - 14:43

Sammála, virkilega vel gert myndband og hefur vakið mikla eftirtekt….. Miley Cirus á hjólabretta, það væri “eitthvað”

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira