Heim ÝmislegtApple Apple Mac er 30 ára og selst enn illa.

Apple Mac er 30 ára og selst enn illa.

eftir Ritstjórn

Flest allir tæknimiðlar hafa skrifað mikið um 30 ára afmæli Apple Mac tölvunar sem eðlilegt er. Það þekkir hvert mannsbarn Apple tölvur og þær hafa fylgt okkur síðan tölvur urðu fyrst almenningseign og því ekki skrítið að Apple hafi sett upp sérstaka síðu (2016 – sem nú er farinn) til að fagna þessum áfanga.

 

 

Fyrir stuttu var ég að velta fyrir mér afhverju notkun á Windows XP hefur minnkað jafn lítið og raun ber vitni og stýrikerfið bætti meira að segja við sig í nýliðnum janúar mánuði. Afhverju er þetta stýrikerfið sem nú er orðið meira en áratuga gamallt ekki á útleið hjá notendum þrátt fyrir að líftími þess sé senn á enda?

Svarið er einfalt í mínum huga: Fyrirtæki

 

Þessar XP hugleiðingar mínar leiddu huga minn að Mac vélunum frá Apple því mér þykir athyglivert hversu lítill hluti af notendum eru að nota Mac OSx vélar. Samkvæmt nýjustu tölum eru aðeins 3.2% notenda að nota nýjustu útgáfu OSx og aðeins um 7.44% samanlagt ef allar útgáfur af OSx eru lagðar saman.

Þessi pínkulitli markaðshlutur hefur lítið breyst þessi 30 ár og má geta þess að besti ársfjórðungur í Mac sölu hjá Apple var um 5 milljónir véla.

Á síðasta ársfjórðungi seldust 4.8 milljónir af Mac vélum en það er sama magn og seldist af PC vélum á einni viku. Þessar tiltölulega fáu vélar telja samt til 13% af hagnaði Apple og miðað við heildartekjur fyrirtækisins má því áætla að þeir hagnist vel á þeim og séu jafnvel sáttir við stöðuna eins og hún er.

Ég á og hef notað Apple vélar og veit að þær henta mér alls ekki. Ég vill líka meina að flestir notendur vilji nota sama stýrikerfið heima fyrir og þeir nota í vinnunni enda þekki þeir kerfið og eigi einfaldara með að fá hjálp hjá vinnufélögum eða hjá tölvudeildinni ef þess þarf.

Afhverju hafa Mac vélar aldrei selst í meira magni á fyrirtækjamarkaði á þessum 30 árum?

 

 

Vitanlega eru margar ástæður fyrir þessi og hér eru nokkrar sem mér dettur í hug.

 

Stuðningur

Það er þekkt staðreynd að Apple hættir stuðningi fljótt við eldri stýrikerfi (miðað við Microsoft) en stuðningur þeirra við gamlar útgáfur endar á næstnýjustu útgáfunni (um 3 ár). En þó svo að Apple uppfærslur eins og Maverick 10.9 séu ókeypis uppfærslur þá hætti stuðningur við Lion 10.7 og þessi takmarkaði stuðningur gengur ekki upp í fyrirtækjaheimi þar sem fyrirtæki ættu aldrei að nota stýrikerfi sem eru ekki stutt lengur. Við þetta bætist að tölvudeildir þurfa að huga að stuðningu á þeim hugbúnaði sem nota á og hvort hann virki með nýrri kerfum því uppfærslur á sérhæfðum notenda hugbúnaði eru allt annað en ókeypis.

Microsoft lofar fyrirtækjum 10 ára stuðning við þau stýrikerfi sem þeir gefa út en ólíkt Apple þá eru þetta opinberar upplýsingar og aðgengilegar á heimasíðu fyrirtækisins. Þessi stuðningur inniheldur meðal annars öryggisuppfærslur og aðra plástra og þetta skiptir fyrirtæki öllu máli. Microsoft hefur gefið út að miðað við að Windows 8 fái ekki aðra stóra uppfærslu (8.2) þá er stýrikerfið að fullu stutt til 10 janúar 2023 og því nokkuð öruggt að veðja á Windows fyrir fyrirtækin.

Einfalt dæmi um hversu langt Microsoft vill teygja sig í auka stuðningu á eldri hugbúnaði er Compatibility stillingar. Á þessari Windows 8.1 tölvu sem ég er að nota núna get ég sett upp forrit eins og ég væri á Win95, Win98/ME, Win2000, WinXP (SP2 eða SP3), Vista (SP2 eða SP3), Win7 eða Windows 8. Þetta segir okkur að ég get sett tölvu sem sett var saman árið 2014 í innsetningarham fyrir forrit sem framleitt var fyrir stýrikerfi sem kom út árið 1995.

 

Verð

Venjulega skrifstofu vél eins og iMac kostar frá 250 – 400 þúsund krónur (verð tekið 07.02.2014) sem er rúmlega helmingi meira en sambærileg PC borðtölva og sama er uppá teningunum ef kaupa á fartölvu. Tölvudeildir hafa yfirleitt fyrirfram ákveðnar áætlanir og tölvukaup fyrir starfsmenn þurfa að rúmast innan áætlanna. Ef keyptar eru dýrar vinnustöðvar þá er hægt að kaupa færri, ekki flókið að skilja þetta.

Samkvæmt “Internetinu” sem lýgur sjaldan þá er almennt verð sem miðast er við á Apple tölvu sé um $1.322 meðan meðal PC vél hefur kostað í kringum $500 svo árum skiptir. Þó svo að PC vélar séu allt að helmingi ódýrari þá er sama silikon þeim og ending og gæði á sjálfum vélbúnaði því sambærilegur. Apple stendur sig vitanlega betur í aðlögum íhluta varðandi rekla þar sem þeir setja allt saman og selja vélarnar með eigin stýrikerfi en ef fyrirtæki geta keypt helmingi fleiri Windows vélar fyrir sama penning þá skiptir það flest fyrirtæki engu.

Annað sem þarf að hugsa um ef skipta á yfir í Apple og það er “falin kostnaður” sem kallast Windows…
Ég þekki allavega mjög fáa Apple menn sem nota bara OSx í vinnuumhverfi.

 

Netþjónar (bakendinn)

Apple er hætt að þróa og selja sérstök netþjóna stýrikerfi, frá og með Lion 10.7 þá er server pakkinn viðbót (add-on) við venjulegt desktop stýrikerfi.

Svipað eins og að fyrirtæki settu Windows 8 upp á tölvu, bættu við netþjóna viðbót í Windows Store og ofaná þessu öllu væri AD, DNS, DHCP, Exchange og fleiri kerfi sem starfsmenn reiða sig á að keyra.

 

Fyrirtæki nota Windows í dag

Þetta þýðir að fyrirtæki í dag eru að nota sérhæfðan Windows hugbúnað eins og sölu-, bókhalds-, kassa-, skjalakerfi og svo framvegis-kerfi. Sum af þessum kerfum eru orðin eldgömul og kostnaðurinn við að finna eða búa til sambærilegan hugbúnað á Mac væri óbærilegur og mundi aldrei borga sig.

Það þýðir í raun og veru að flest stýrikerfi önnur en Windows munu eiga erfitt uppdráttar í vinnuumhverfi.

 

Office

Mörgum finnst þetta þreytt lumma en þó svo að Office for Mac dugi mörgum minni starfsstöðvum og mögulega einyrkjum þá er það alls ekki jafn gott og Office er á Windows (mitt mat). Office hefur sannað sig sem það vinnuumhverfi sem hvað mest er notað og sá hugbúnaður sem starfsmenn í fyrirtækjum gætu illa lifað án.

Ég hef orðið vitni að innleiðingu hjá 500+ starfsmanna fyrirtæki sem gerði tvær tilraunir til að “spara leyfisgjöld” og innleiða hið ágæta Open Office fyrir starfsmenn sína. Í fyrstu tilraun var Office skipt út yfir helgi og starfmenn mættu til vinnu á mánudegi og ekkert Office, fyrirtækið lamaðist. Því var uppfært í nýrri útgáfu af Office og allir sáttir nema fjármálastjórinn. Í næstu tilraun fengu allir starfsmenn námskeið og góðan stuðning fyrstu mánuðina en yfirstjórn fyrirtækisins gafst upp útaf gríðarlegum kostnaði vegna aðkeyptri aðstoð, ósamhæfni og óánægju starfsmanna.

Þetta dæmi tengist Mac vs Windows á vinnustað aðeins að hluta þar sem vinnustöðvarnar keyrðu allar Windows. Ég nefni þetta sem dæmi til stuðnings þess að starfsmenn þekkja og kunna á Office (og Windows) og þjálfunarkostnaður því í lágmarki saman borið við aðrar lausnir.

 

Þróunn PC vélarinnar er ekki hætt

Eins og við sjáum með þeim PC vélum sem eru til sölu í dag þá er þróunn þeirra ekki hætt en núna er hægt að fá svipað öfluga vél í spjaldtölvu-, borðtölvu- og fartölvuformi. Þessar þreyttu leiðinlegu PC vélar seljast enn í bílförmum og það eru fyrirtæki sem kaupa gríðarlega stóran hluta af þeim.

Þessi fyrirtæki vilja vélar sem er einfalt og ódýrt að laga, vélar sem passa inn í núverandi kerfi og er létt að breyta, stækka, endurnýja og tengja við öll jaðartæki sem til eru fyrir. Sem sagt flest allt sem Apple vélar eru ekki.

 

Kerfisstýring

Tölvukerfi eða vinnustöðvar sinna sér ekki sjálf og það er hér sem Windows umhverfið sýnir styrk sinn umfram OSx. Það er endalaust úrval af hugbúnaði sem gerir tölvudeildum kleift að miðstýra (samhæfa) kerfin sín betur. Það er einfalt að setja upp forrit hjá starfsmönnum með einum músasmelli, hvort sem það er hjá einum notenda, hópi (OU) eða jafnvel öllum starfsmönnum. Tölvudeildir geta verið með heit afrit af vinnustöðvum tilbúnar til að setja upp yfir staðnetið með því að smella á einn taka, hvort sem það er verið að bæta við nýrri vél eða skipta um harð disk í eldri vél. Það er allavega ekkert á markaðnum sem nýtist jafnvel við kerfis- og notendastjórnun varðandi öryggi, skalanleika, einfaldleika og vel uppsett og skipulagt Active Directory ásamt því að Exchange póstþjónn og SharePoint server ætti að vera staðalbúnaður í öllum virðulegum fyrirtækjum.

Tölvudeildir fá ekki sömu tól við umsýslu Apple véla og má leiða líkur af því að meiri tími fari í útköll og óþarfa hlaup sem tekur tíma og orku sem fyrirtæki kalla einfaldlega penninga eyðsla.

 

Niðurstaða.

Það er enginn niðurstaða því þessi pistill byggir ekki á vísindalegum rannsóknum heldur einföldu hugarflugi, mjög líklegt er að það vanti margt í þessa upptalningu sem skiptir mörg fyrirtæki meira máli. Þetta var það fyrsta sem mér datt í hug byggt á reynslu og alltof mörgum þarfagreiningum þar sem Apple Mac hafa oftar en ekki verið strikaðar út af listanum mjög snemma.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

1 athugasemd

Hafþór 23/03/2014 - 08:28

Held þú ættir að kynna þér osx , linux, og pc vélbúnað áður en þú ferð út í svona skriftir, hér er mikið af staðreyndar villum.

S.s. Hægt er að keyra hugbúnað sem er hund gamall langt aftur í tíman.
Makka hardware er sama og pc hardware og hefur verið í langan tíma enda getur keyrt osx á næstu hvaða pc sem er.
Ef þú spekkar pc vél með sambærilegu hardweri og til dæmis imac serðu að verið er mjög sambærilegt þó makkin sé líklega 10-30% dýrari.

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira