Heim MicrosoftWindows 8 13 Windows 8.1 stillingar sem vert er að skoða

13 Windows 8.1 stillingar sem vert er að skoða

eftir Jón Ólafsson

Ég hitti aðila fyrir skemmstu sem eyddi töluverðum tíma í að blóta Windows 8 og hversu fáranlegt og flókið það væri orðið. Ég fór að spyrja hann útí þetta og kom í ljós að hann hafi aldrei prófað það sjálfur nema í sýningarvél í tölvuverslun en “það væru bara allir að tala um þetta”.

Það eru nokkur atriði sem ég breyti yfirleitt þegar ég set upp Windows 8 vél (helst fyrir vél sem er ekki með snertiskjá) og mögulega eru hér nokkur atriði sem gætu einfaldað notenda eins og honum lífið töluvert.

 

Lyklaborð flýtivísanir

Líklega er best fyrir alla að renna yfir flýtivísanir í Windows 8 en það er hægt að flýta mikið fyrir sér með því að læra 5-6 flýtileiðir þar.

 

Nota Microsoft notenda

Það eru margir kostir við að nota Microsoft notendan með Windows en helst má nefna ókeypis 7Gb af Skydrive sem er skýlausn frá Microsoft ásamt samstillingu á milli véla. Með því að nota þennan Microsoft notenda þá samstillir Windows stillingar við skýið (Skydrive) og samstillast þær síðan sjálfskrafa við allar aðrar Windows tölvur sem þú notar eða kemur til með að nota. Þægindin eru t.d. þau að þá þarf bara að stilla eina tölvu (Stillingar, Desktop mynd o.s.frv.) sem samstillir sig við skýið og hinar vélarnar sækja síðan, þegar desktopmynd er breytt á einni vél þá samstillist það með öðrum.

Ég nota sjálfur 3-4 Windows 8 vélar (far- og borðtölvur ásamt spjaldtölvum) og er þæginlegt að viðmót og umhverfi er alltaf samstillt á milli þeirra. Ef ég fæ Windows 8.1 tölvu í prófun hér á Lappari.com þá þarf ég bara að setja Microsoft notendan upp til þess að “tölvan verði mín”. Ég veit líka um vinnustaði sem nota sama Microsoft notenda á hverja deild og eru þá allir í deildinni með sama útlit og sömu gögn aðgengileg á Skydrive.

Til að gera þetta er smella á win og beint á heimaskjá er skrifað: Your Account en þar er hægt að tengja Microsoft Account við notenda ásamt því að virkja “Trust PC” sem gerir alla innskráningu í Microsoft þjónustur mun þægilegri.

ATH: Þeir sem hafa notað t.d. Xbox, Hotmail Outlook.com, SkyDrive, MSN Messenger, Skype eða Windows Phone ættu nú þegar að eiga Microsoft notenda.

 

Uppfæra í Windows 8.1 (ókeypis)

Það eru fjölmargar lagfæringar sem Microsoft kynnti í Windows 8.1 sem voru til þess gerðar að taka á helstu umkvörtunum frá viðskiptavinum vegna Windows 8. Til þess að sjá hvaða útgáfa er á tölvunni en það er gert með því að smella á win+X á lyklaborði (virkar hvar sem er) og smella á System en ef það stendur:  Windows edition Windows 8.1 þá þarftu ekkert að gera…  Ef það stendur Windows 8 þá skaltu lesta áfram

Fyrst þarftu að setja upp allar uppfærslur en það er gert með því að smella á win og þegar þú ert á nýja heimaskjá (Metro) þá skrifar þú beint: Update og smellir á Check for Update . Síðan eru allar uppfærslur settar upp eins og lög gera ráð fyrir.

Næst er sjálf uppfærslan en á Heimaskjá (smella á win) er farið í Store og fremst á að vera uppfærslumöguleiki í Windows 8.1. Ef ekki þá er hægt að sparka uppfærslunni í gang með því að opna Internet Explorer og skrifa (ekki copy/paste) þetta í address glugga:
ms-windows-store:WindowsUpgrade og smella á Enter.

 

Stilla Heimaskjáinn

Það er ekki vittlaust að nota smá tíma í að stilla heimaskjáinn svolítið af með því að opna hann (smella á win) og þar neðst til vinstri er ör sem vísar niður en þá er hægt að sjá öll forrit sem eru uppsett á viðkomandi tölvu. Með því að hægri smella á forrit (halda inni með snertiskjá) þá opnast stillingastyka neðst og þar er t.d. hægt að velja Pin to Start til að setja viðkomandi forrit á heimaskjá. Á heimaskjá er hægt að draga þessar vísanir til og skipuleggja þetta eins og notendi vill og/eða stækka eða minnka flísarnar.

Þetta útlit samstillir sig síðan eins og áður segir milli allra Windows 8.x tölvna sem þú notar og eru með sama Microsoft notenda.

 

Snertiútgáfa af Internet Explorer (IE hér eftir)

Það er tvær útgáfur af IE sem fylgja með Windows 8 en það er annars vega venjulegur IE11 og síðan snertimiðuð útgáfa af IE sem hentar betur ef það er snertiskjár á vélinni. Þessi snertimiðaða útgáfa er sú sem er “pinnuð” á heimaskjáinn og ef tölvan er ekki með snertiskjá þá viltu líklega breyta því en það er einfalt.

Farðu á heimaskjá með því að smella á win og þar skrifar þú beint: Internet Options til að opna stillingar. Þar næst er farið á Programs flipa og hakið sett í Open IE tiles on the desktop.

 

Sýna fleiri vísanir á Heimaskjá.

Ef þú ert með tölvuskjá með mikilli upplausn þá er hægt að breyta hversu mörg forrit sjást á heimaskjánum með því að minnka flísarnar og þannig sýna fleiri. Þetta er gert með því að vera á heimaskjá og smella á win+i (strjúka inn frá hægri + settings) og farið í tiles en þar er einfaldlega smellt á show more tiles valflipa.

 

Ræsa beint á desktop

Það sem nýji Windows 8 heimaskjárinn virðist pirra suma notendur þá er núna með Windows 8.1 hægt að ræsa tölvur beint á gamla góða desktop en þetta geri ég yfirleitt alltaf virkt á tölvum sem eru ekki með snertiskjá. Þá geta notendur verið með hefðbundnar flýtivísanir í forrit sem þeir nota og þurfa því mögulega ekki að koma neitt nálægt heimaskjánum nýja.

Þetta er gert með því að fara á Desktop t.d. með því að smella á win+d og þar er hægri smellt á Task stiku (gamli task bar sem er neðst) og þá er valið Properties. Þar er farið á Navigation flipa og hakið sett í When I sign in go to the desktop instead of start og þá þarf ekkert nema endurræsa tölvuna og til að sjá hana fara beint á desktop.

Þegar búið er að opna eitthvað forrit þá er hægt að hægri smella á nafn forrits neðst á task styku og pinna það á Heimaskjá eða á Task styku.

 

Nota compabilty sýn í IE

Einstaka heimasíður sjást illa eða vittlaust en þetta er yfirleitt ef þær eru gerðar sérstaklega fyrir eldri útgáfur af Internet Explore en þeir fóru “kannski” ekki alltaf eftir opnum vefstöðlum. Microsoft færðu compability stillingar í IE11 en til að breyta þeim þá er vafrinn opnaður, smellt á stillingar (tannhjólið) og þar er Compability View nú falið.

 

Nota söfnin áfram eins og í Windows 7

Ég notaði söfn (e. Libraries) mikið í Windows 7 en sem dæmi þá gat ég undir Music verið með margar staðsetningar (Möppur eða önnur drif) sem voru allar samandregnar undir Music en söfn eru ekki lengur í yfirsýninni (e. Navigation) í My Computer en það er einfalt “að laga það”.

Farðu á Desktop með því að smella á win+d og opnaðu My Computer en þar efst er flipi sem heitir View sem þú smellir á. Þar lengst til vinstri er smellt á Navigation pane og hakið er sett í Show Libraries til að sjá Libraries í Navigation.

 

Start takkinn

Þegar ég sá einn nýjan kost í Windows 8.1 þá hætti ég sjálfkrafa að hlusta á allar umkvartanir yfir þessu nýja Windows því hann finnst mér leysa allt sem leysa þurfti. Þetta er hin nýji Start takk sem var ekki í Windows 8

Með því að smella á hann með vinstri takka þá fer notandi af desktop og á heimaskjáinn en ef smellt er hann með hægri takka þá opnast flýtivísun í alla þá helstu kosti sem Power notendur þurfa mögulega.

Hægt er að smella á win+x  til að opna þessa möguleika:

  • Programs and features
  • Mobility Center
  • Power Options
  • Event Viewer
  • System
  • Device Manager
  • Network Connections
  • Disk Management
  • Command Prompt
  • Command Prompt  (Admin)
  • ———
  • Task Manager
  • Control Panel
  • File Explorer
  • Search
  • Run
  • ———
  • Shut Down or sign out   (slökkva á eða endurræsa tölvu)
  • Desktop

 

Opna með hefðbundnu forriti

Þar sem Windows 8 er snertimiðað kerfi þá opnast t.d. myndir með með Photo appi og tónlist með Xbox music appi sem eru snertimiðuð öpp frekar en ekki.

Hægt er að hægri smella á ljósmynd og fara í Open With og velja Choose default Program til að geta láta myndir opnast með Windows Photo Viewer (eða öðru). Sama er gert með tónlist eða bíómyndir (eða annað) til að nota hefðbundin Windows forrit.

 

Skjástillingar

Með því að fara í PC Settings > PC and Devices > Display þá er hægt að stilla DPI eða smækka texta til að sjá meiri texta í t.d. tölvupóstinum eða einfaldlega til að geta snappað tveimur forritum í stað einu, ef vélbúnaður styður meiri upplausn.

 

Admin notandi

Ef notandinn á tölvunni er Microsoft notandi þá er engu að síður hægt að gefa honum admin réttindi ef það þarf (helst samt sleppa því). Þá er smellt á win+X og í vali smellt á control panel > user account. Þá er notendinn þinn fundinn og smellt á change the account type og valið Administrator.

 

Að lokum

Ég er annars farinn að nota Heimaskjáinn mun meira en ég gerði í upphafi á vélum sem eru ekki með snertiskjá en með því að hafa hann uppsettann með helstu forritum sem ég nota ásamt því að skrifa bara fyrstu stafi í nafni þess forrits sem mig vantar þá er mun léttara og fljótlegra að finna þau en var á Windows XP, Vista og Windows 7.  Heimaskjárinn með win+x hafa gert mína upplifun á Windows 8.1 á vél sem er ekki með snertiskjá mögu góða.

 

Kerfisstjórar eða System builders hafa líklega fyrir löngu búið til img af Windows 8.1 þar sem þetta er forstillt á non-touch vélum?

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira