Heim ÝmislegtRitstjóri Q2 hjá Microsoft var góður

Q2 hjá Microsoft var góður

eftir Jón Ólafsson

Microsoft var í dag að gefa út afkomutölur og er svo sem fátt þar sem kemur á óvart. Sala á Windows stýrikerfinu hefur dregist saman sem flestir reiknuðu með en á móti kemur meðal annars miklar vinsældir Office 265 sem voru á þessum uppgjörstímabili með 3.5 milljónir notenda sem er töluvert á þjónustu sem er aðeins eins árs þessa dagana.

Microsoft hafa verið ansi stórir í vélbúnaðarsölu og ber þar helst að nefna Xbox leikjatölvunar en í dag hefur fyrirtækið selt 3.9 milljónir Xbox One sem kom út fyrir síðustu jól. Athyglivert þykir einnig að á uppgjörstímabili seldust rúmlega 3.5 milljónir af Xbox 360 en hún hefur verið vinsælasta leikjatölvan vestann hafs.

Á þessari mynd sem fenginn er hjá TheVerge þá má sá að Microsoft er á góðu róli og risinn gamli sem margir elska að hata er ekki dauður úr öllum æðum.

msq2

Heimild

Samantekið jukust tekjur fyrirtækisins um 14% á tímabilinu og hagnaður jókst um 2.8%

 

Heimild:  Microsoft / TheVerge

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira