Heim UmfjöllunUmfjöllun annað Bose SoundLink Mini

Bose SoundLink Mini

eftir Jón Ólafsson

Vinir okkar hjá Nýherja buðu okkur að prófa nýjan Bluetooth hátala frá Bose sem er einmitt á jólagjafa lista Lapparans. Margir kannast án efa við Bose nafnið en það er orðið nokkuð langt síðan ég prófaði sett frá þeim sjálfur, Bose merkið vekur upp viðbrögð hjá mörgum og oft um hálfgerð trúarbrögð að ræða þegar kemur að hljómtækjum. Hér er hægt að sjá upplýsingar um Bose SoundLink Mini en settið fæst í vefverslun Nýherja og er listaverð 39.900 kr. m/vsk.

 

Hvað er þetta og hvað er í kassanum?

Bose SoundLine mini er Bluetooth “ferðahátalari” sem spilar tónlist af öllum Bluetooth tækjum, hvort sem það eru símar, spjald- eða venjulegar tölvur. Það er rafhlaða í hátalarnum sem er uppgefinn fyrir allt að 7 tíma endingu sem gerir það að verkum að einfalt er að hlaða græjuna með spennubreyti eða hleðsludoccu og grípa hana með sér í bílinn eða ferðalagið hvort sem það er rafmagn eða ekki. Í kassanum er einn hátalari, hleðslustandur fyrir hann ásamt straumbreyti og leiðarvísi með upplýsingum um uppsetningu.

 

Hönnun

Hátalarinn er mjög stílhreinn og lítur vel út á skrifborðinu hjá mér, hann vakti mikla athygli hjá samstarfsfólkinu mínu. Útlitið er nokkuð framúrstefnulegt, jafnvel smá “ilegt” en hátalarinn er inni í einu heilu álstykki sem hlífur hátalarnum mjög vel og verður hann massívur og sterklegur fyrir vikið.

Á framhlið er svört álrist með Bose merki sem hlífir þremur stökum hátölurum sem þar eru. Tveir þeirra sjá um miðju og hátónn meðan einn hátalari sér um bassahljóminn en hann varpar bassahljómi fram og aftur með sérstakri tækni sem Bose kallar Dual Passive Radiators sem að þeirra sögn skapar dýpt og kröftugri bassahljóm vegna minni tritrings.

 

bose_1

 

Flestir ferðahátalarar eru bara hannaðir í kringum “ferða” hlutan meðan Bose leggur mun meira útúr hljómburði og hljómstyrk og er hann í sérflokki miðað við annað sem ég hef prófað af ferðahátölurum.

Helstu stærðir

  • Hæð: 5.1 cm
  • Breidd: 18 cm
  • Dýpt: 5.8 cm
  • Þyngd: 670 gr

 

Ofan á Bose SoundLink mini er sjálft stjórnborðið en þar er straumtakki, hljótt (mute), hækka/lækka takki, Bluetooth takki ásamt AUX takka ef þú þarft að tengja hann við t.d. hefðbundin MP3 spilara sem er ekki með Bluetooth.

 

 

bose_3

 

Á hægri hlið eru tvö tengi, annað er fyrir hleðslutæki og hitt er 3.5mm inngangur fyrir t.d. MP3 spilara. Undir hátalara er stórt og mjúkt plaststykki sem gerir það að verkum að hátalinn stendur stöðugur á borði og rennur ekki auðveldlega til. Þar er einnig USB tengi en Bose segir að það sé til þess að auðvelda uppfærslur á hugbúnaði í tækinu og til að styðja Bluetooth tækni sem mögulega á eftir að koma.

 

Uppsetning

Uppsetning á Bose SoundLine mini var með auðveldari móti en ég einfaldlega kveikti á hátalaranum og smellti á Bluetooth takkann, við það er hátalarinn sýnilegur í 30 sekúndur og símtækið, spjald og fartölvan fundu hann um leið. Pörunn gekk alltaf vandræðalaust en ég prófaði það á iPhone, Android og á Windows Phone ásamt því að prófa á tveimur PC vélum og einni iMac. Það þarf ekki að setja neitt PIN númer inn við pörun og þetta ferli því algerlega vandræðalaust. Samkvæmt leiðarvísi þá þarf á sumum tækjum að slá inn 0000 þó að ég hafi ekki þurft þess í prófunum mínum en SoundLink mini getur geymt allt að sex tæki í minni. Bluetooth tæki duga yfirleitt ágætlega í allt að 10 metrum og var það einnig raunin með SoundLink mini, afspilun var vandræðalaus í 9-10 metra fjarlægð áður en samband rofnaði milli hátalara og spilara.

 

Hljómburður

Ég notaði SoundLink mini mest á skrifstofu en þar er ég fyrir með öflugt 2-1 kerfi frá Logitech sem að ég hef hingað til verið ánægður með. Þessi látlausi Bose hátalari er búinn að eyðileggja þá ánægju fyrir mér. Vitanlega er þetta mjög lítill hátalari með þeim takmörkunum sem því fylgir en hljómburður er góður og sér í lagi líkaði mér við mjúkann og nákvæman bassahljóm, sérstaklega ef hátalari stóð nálægt vegg. Bassi er frekar djúpur og mjúkur eins og fyrr segir en gefur svo sem ekki mikið “kick”.

 

bose_2

 

Það var ansi athyglivert að sjá viðbrögðin þegar ég var búinn að para og setja tónlist á, því hljómburðurinn dró samstarfsmenn að skrifborðinu hjá mér. Þeir heyrðu greinilega mun og voru gáttaði á hversu hljómmiklið þetta litla box er í raun og veru.

Einn þeirra er reyndar með Bose hljómkerfi heima hjá sér og honum þótti þetta ekkert merkilegt þar sem “Bose er málið og stálið”.

 

 

Niðurstaða

Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart að ég eins og flestir sem prófa þennan hátalara erum í skýunum með hann. Bose SoundLink mini er frábærlega vel smíðaður, massívur og gæðin einfaldlega skína í gegn þegar hátalarinn er handleikinn.

Það eru nokkrir aðrir möguleikar ef þú ert að leita að bluetooth ferðahátalara á þessu verði en fáir hafa stílhreint útlit og hljómgæði SoundLink mini. Vitanlega kostar hann meira en margir ferðahátalarar á markaðnum en þetta er einfalt reiknisdæmi í mínum huga. Ef þú vilt einn fallegasta og besta bluetooth ferðahátalaran á markaðnum þá þarftu að skoða þennan.

Ég get hiklaust mælt með þessum hátalara fyrir þá sem tíma að borga fyrir góð hljómgæð við ágætis hljómstyrk, ferðanleika og einstök gæði.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira