Heim ÝmislegtRitstjóri Mun WP og RT verða ókeypis?

Mun WP og RT verða ókeypis?

eftir Jón Ólafsson

Það er nokkuð þrálátur orðrómur í erlendum tæknimiðlum um að Microsoft muni mögulega gefa eftir leyfisgjöld af Windows Phone (WP) og Windows RT (RT) stýrikerfunum sínum. Þessi orðrómur er eðlilegur eftir að Microsoft keypti Nokia þar sem Microsoft er núna með rúmlega 90% af öllum Windows Phone markaðnum og eina fyrirtækið sem framleiður og selur Windows RT vélar. Segja má að þetta sé bara að færa penning úr vinstri vasa í hægri en eins og við er að búast hangir meira á spítunni.

Talið er líklegt að núverandi fyrirkomulag sé þannig að Microsoft innheimti leyfisgjöld frá framleiðendum (OEM) sem Microsoft skuldbindur sig síðan til að verja í markaðsstörf en heyrst hefur að það sé allt að 100% af leyfisgjöldum í vissum tilfellum. Þetta er líklega nærri 100% vegna RT/WP þar sem þetta eru ný stýrikerfi sem Microsoft leggur áherslu á og er hluti af “hinu nýja” (Mobile) Microsoft. Ágætt að minna á að WP/RT er bara brota brot af heildarstærð fyrirtækisins en sem komið er og því líklega ekki miklar fórnir en stóra myndin er skoðuð.

 

TANSTAAFL (e. There Ain’t No Such Thing As A Free Lunch)…

Fyrirtæki sem borga leyfisgjöld fá til baka hluta í formi markaðsstuðnings
<- sem gefur að ->
Fyrirtæki sem borga ekki leyfisgjöld fá ekki markaðsstuðning

 

Ég gef mér að markmið Microsoft sé að heilla fleiri framleiðendur að WP og RT, mögulega heillar meira að nota “ókeypis” stýrikerfi eins og Android. Þeir verða reyndar að borga leyfisgjöld til Microsoft fyrir að nota Android þar sem stýrikerfið notar þó nokkur sérleyfi sem Microsoft á en það er önnur saga. Mögulega verður ókeypis RT til þess að fyrirtæki eins og  Lenovo, Acer, HP og Dell helli sér í framleiðslu á RT vélum þó ég efi það, þessi fyrirtæki virðast hafa valið að framleiða spjaldtölvur sem keyra á venjulegu Windows 8 og þannig sniðganga RT. Eins má segja að Samsung eða HTC verði líklegri til að framleiða ný WP símtæki ef það verður ókeypis.

Þó svo að Microsoft hafi aldrei (mér að vitandi) gefið stýrikerfi til framleiðanda þá gæti það svo sem breyst. Það er allavega eitt sem er á hreinu og það er að fyrirtækið mun aldrei gefa stýrikerfið og halda áfram að veita leyfishöfum markaðsstuðning (TANSTAAFL).

Hal2020

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira