Heim MicrosoftWindows 8 OZ komið á Windows 8 og RT

OZ komið á Windows 8 og RT

eftir Jón Ólafsson

OZ-appið sem hefur verið til á iOS og Android er nú komið á Windows 8 og RT. Þetta þýðir að allir sem eru með Windows 8 borð- far- eða spjaldtölvu eða Windows RT spjaldtölvu eins og Surface RT eða Surface 2 geta nú notið þess. Lang flestar tölvur sem seldar eru í dag koma með Windows 8.1 og því um mjög stóran markað að ræða fyrir forrita þróendur og fyrirtæki.

Appið er með svipaða virkni og öðrum útgáfum en í appinu er hægt að horfa á útsendingar í beinni, setja á pásu eða spóla til baka ásamt því að safna dagskrárliðum og horfa á hvenær sem er. Í appinu má t.d. horfa á Rúv, Stöð 2, Stöð 3, Stöð 2 Krakka, Stöð 2 Bíó og allar Stöð 2 Sport stöðvarnar.

 

1

2

3

Appið er ókeypis, það geta allir skráð sig inn á www.oz.com en eftir að reynslutíma líkur kostar áskrift að OZ 990 krónur á mánuði.

Smelltu hér til að sækja appið fyrir Windows 8 og RT.

Appið er bara gefið út fyrir íslenskan markað og ef það sést ekki í Windows Store, þá þarf að breyta landsvæði (region) tölvunar í Iceland en þetta er sýnt í þessari færslu.

 

Hvað finnst þér?

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira