Heim ÝmislegtAndroid Öryggisáhættur 2014 samkvæmt Sophos

Öryggisáhættur 2014 samkvæmt Sophos

eftir Jón Ólafsson

Fyrir skemmstu kom út ný skýrsla frá Sophos þar sem farið er yfir aðaláhættur sem notendur standa frammi fyrir árið 2014. Þetta er árleg skýrsla sem ávallt er áhugavert að renna yfir þar sem hún er vel unnin, ýtarleg og vönduð.

Hægt er að nálgast upplýsingar hjá Sophos eða smella hér til að sækja skýrsluna.

 

Aðalatriðin samkvæmt Sophos eru meðal annars eftirfarandi

Botnet

Botnetin eru að verða á stærri og “erfiðara að greina” og verjast en þau voru t.d. notuð til að dreyfa Cryptolocker eða til að búa til og stela Bitcoin (Mining).

Hér er hægt að sjá Sophos menn leika sér með Cryptolocker

[embedvideo id=”Gz2kmmsMpMI” website=”youtube”]

 

SPAM

Ruslpóstur heldur áfram að þróast og sleppa í gegnum ruslpóstsíur, baráttan heldur áfram en notendur þurfa að taka þátt og hugsa áður en þeir smella.

Android Malware

Android Malware og öryggisgallar munu stökkbreytast og verða snjallara, erfiðari að verjast en hér má lesa smá samtekt.

Windows

Aukinn áhætta vegna þess að margar tölvur eru ekki uppfærðar sjálfkrafa með Windows Update. Þetta á sérstaklega við núna þegar styðningur við Windows XP og Office 2003 líkur í Apríl….  Uppfærðu núna

Apple

Þó svo að það hafi ekki verið nein stór útbrot 2013 eins og við sáum 2012 þegar flash gallinn var nýttur þá er bent á áhættur vegna galla í Jave, MS Word (þarf að uppfæra), Trojuhestar og Javascript og Python scriptur…  Sama á við um Apple vélar og aðrar, það þarf að uppfæra stýrikerfi og öll önnur forrit sem notuð eru og Sophos mæla sterklega með því að Apple notendur fari að nota vírusvarnir.

Linux

Linux er ekki ónæmt fyrir þessum áhættun og þarf að huga að ýmsu eins og t.d. uppsetningu og uppfærslum.

 

Annars mæli ég með að þið kíkið á síðuna hjá Sophos og lesið síðan skýrsluna enda áhugaverður lestur.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira