Heim ÝmislegtFyrirtæki Opin Kerfi taka við Nokia umboðinu á Íslandi

Opin Kerfi taka við Nokia umboðinu á Íslandi

eftir Jón Ólafsson

Rétt í þessu voru mér að berast fréttir sem margir hafa beðið eftir síðan tilkynnt var að Hátækni væri hætt rekstri eftir 28 ára verslunarsögu.

Opin Kerfi hafa formlega tekið við Nokia umboðinu á Íslandi.

Þetta felur í sér að fyrirtækið mun annast allan innflutningu, dreifingu, þjónustu, ábyrgðarþjónustu sem og markaðsmál eða allar þær skyldur sem Hátækni bar.

Þetta er mikill styrkur fyrir Nokia vörumerkið því sterkari aðili getur mjög líklega veitt vörumerkinu mun meiri og betri stuðning en Hátækni gat sökum fjárhagsstöðu. Opin Kerfi eru Gold Partner og því með góða tengingu við Microsoft sem hannar Windows Phone stýrikerfið og hefur nú keypt Nokia framreiðsluna og þykir mér sjálfgefið að Windows Phone muni vaxa og dafna vel á Íslandi undir þeirra handleiðslu.

Um Opin Kerfi

Opin Kerfi sérhæfa sig í sölu tölvu- og samskiptabúnaði ásamt ráðgjöf og innleiðingu lausna, auk alhliða tækniþjónustu. Fyrirtækið er eini umboðs- og þjónustuaðili Hewlett Packard og nú Nokia á Íslandi. Fyrirtækið er Cisco Silver Partner og selur og þjónustar búnað frá Cisco. Ásamt því að vera Gold Partner þá eru Opin Kerfi Microsoft dreifingaraðili og einn stærsti sölu- og þjónustuaðili Microsoft á Íslandi.

Opin kerfi eru leiðandi í Unix og Linux lausnum auk þess sem það selur búnað og lausnir frá Eaton, Nortel og VMware. Opin kerfi eru traustur og góður samstarfsaðili sem hefur viðskiptavininn í fyrirrúmi. Reynsla og þekking starfsmanna tryggir viðskiptavinum ávallt bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á. Það eru þessir þættir sem fyrirtækið hefur byggt velgengni sína á frá árinu 1985.

Heimild: ok.is

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira