Heim ÝmislegtApple iPhone notendur Nova fá 4G

iPhone notendur Nova fá 4G

eftir Jón Ólafsson

Í gærkvöld opnaði Apple fyrir 4G/LTE þjónustu í iPhone. Viðskiptavinir með iPhone 5, 5c og 5s  fá senda uppfærslu í iPhone símann sinn. Eftir uppfærslu mun LTE standa á skjá símans þegar viðskiptavinir eru á 4G/LTE þjónustusvæði Nova.

 

Tekið af Nova.is

Nova hóf 4G þjónustu á Íslandi í apríl á þessu ári, fyrst símafyrirtækja á Íslandi. 4G þjónustan er í boði á öllu höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ, Akureyri, Selfossi og sumarhúsasvæðunum í Skorradal og Grímsnesi. 4G styður 10 sinnum meiri hraða en hefðbundið 3G samband, þrefalt meiri hraða en ADSL og er sambærilegt við ljósleiðara eða um 20 – 40 Mb/s hraða til notenda.

 

Apple mun senda þessa uppfærslu í síma notenda á allra næstu dögum, en þeir sem vilja fá þetta strax geta tengt símann við iTunes og sótt uppfærsluna.

iphone-carrier-update

 

Þegar síminn er tengdur þá mun melding um uppfærslu  birtast, og uppfærslan ætti bara að taka örfáar sekúndur.

 

Heimild og myndir af Nova.is og Einstein.is

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira