Heim MicrosoftWindows 8 Innbyggt VPN í Windows 8 (líka Surface)

Innbyggt VPN í Windows 8 (líka Surface)

eftir Jón Ólafsson

Það er mjög margir sem nota VPN til að tengast vinnustaðnum sínum og komast þannig í sameiginleg netdrif og aðra þjónustu sem er bara í boði á vinnustað eða yfir VPN. Það er hægt að nota forrit til að stýra tengingunni eða bara innbyggða virkni sem er í Windows 8.x og ætla ég að renna lauslega í gegnum uppsetningu á því.

Þetta er tiltölulega einfalt ferli og virkar bæði á venjulegum Windows 8 vélum ásamt því að virka á Windows RT vélum, t.d. Surface RT og nýju Surface 2 en þetta er prófað á Surface 2.

 

Byrjum á því að smella á    win   til að komast á heimasjá og byrja að skrifa Network and Sharing Center (þarft ekki að opna Charm bar sérstaklega)

 

vpn1

 

 

 

Þar smellir er smellt á Set up a new connection or network

 

vpn2

 

Næst er Connect to a Workplace valið og smellt á Next

 

vpn3

 

 

Mögulega kemur aukaskref ef notandi er með t.d. 3G modem líka uppsett en yfirleitt er valið NO hér og smellt á Next

 

vpn4

 

 

Þar sem við notum núverandi internet tengingu til að tengjast vinnustað er einfaldlega smellt á Use my Internet connection (VPN)

 

vpn5

 

 

Hér þarf notendi að stimpla inn IP tölu sem átti að vera einfallt að útvega frá tölvudeild, þetta er sem sagt IP talan á þeim stað sem tölvan reynir að tengjast við. Þegar allt er komið inn samkvæmt mynd þá er smellt á Create.

 

vpn6

 

Vitanlega eru vinnustaðir með mismunandi uppsetningu á endapunktum og ef þetta virkar ekki þá ættu þeir að eiga létt með að stilla routerinn þannig að tenging takist. Ég prófaði þetta á móti þremur stöðum og virkuðu tveir strax en ég þurti að stilla Cisco router sérstaklega að fá innbyggt VPN í Windows 8/RT til að virka.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira