Heim ÝmislegtAndroid Hvað er 4G ?

Hvað er 4G ?

eftir Jón Ólafsson

Til að svara spurningunni strax:  4G er hraðari tengingu við internetið..

 

Aukaspurning: Hvað þarf til að njóta 4G?

  1. Símafyrirtækið þitt þarf að vera með 4G senda og bakenda sem styður aukinn hraða.
  2. Símtækið þitt þarf að styðja 800/1800 böndinn sem notuð eru undir 4G á Íslandi.
  3. Þú þarft að vera á 4G svæði en reikna má með því að það verði bara bundið við þéttbýli.
    Stór-Hafnarfjarðarsvæðið og Akureyri

Þessi færsla þarf svo sem ekki að vera lengri því 4G er tilvísun í staðall og gefur til kynna mögulegan hraða sem snjalltæki notenda geta náð á farsímaneti.

 —

 

Ég vildi samt aðeins velta þessu fyrir mér þar sem það hefur verið nokkuð áhugavert að horfa á auglýsingar frá íslenskum og erlendum símafyrirtækjum þegar kemur að 4G og hvernig markaðsvélar þeirra hafa gert einfaldan hlut eins og hraðaaukningu að söluvöru.  Miðað við viðtal á mbl.is við Liv Berþórsdóttir þá er 4G aðalmálið hjá Nova og þarf ekki annað en að skoða heimasíðu Vodafone til að sjá að það er sama hjá þeim. Ekkert að þessu og það gera þetta “allir” en þetta skilur notendur eftir í lausu lofti því almennir notendur vita ekki hvað 4G er en þeir vita að þeir verða að fá 4G og það strax…

Ég var staddur í Símanum Akureyri núna rétt fyrir jólin og fyrir framan mig var eldri kona sem var ósátt við að Síminn sé ekki kominn með 4G… Hún var ósátt þrátt fyrir að síminn hennar styðji ekki 4G og hún ætlaði ekki að endurnýja símtækið þótt að sölumaður hafi bent henni á að hún næði aldrei 4G með þessum síma. Sorglegast við þessa uppákomu þótti mér samt að hvorki konan né starfsmaðurinn virtist vita hvað 4G er og hvað gerist þegar notendur sjá 4G/LTE í staðinn fyrir 3G á símtækjum sínum. Staðreyndin er sú að það “gerist ekkert” annað en að netið verður hraðvirkara…  Facebook hleðst sem sagt mögulega hraðar þegar notendur eru úti í bæ og ekki á þráðlausu neti.

Fyrir mig sem er líklega 90% af deginum á skrifstofu eða heima þar sem er þráðlaust net þá skiptir 4G mig sáralitlu máli. Þegar ég er að vinna úti í bæ og þarf að hlaða niður reklum eða forritum yfir farsímanetið þá væri gott að hafa meiri hraða ásamt því að símafyrirtækin eiga að fylgja straumum og stefnum og uppfæra farsímasenda til þess að bjóða notendum uppá það besta en að allir þurfi 4G er einfaldlega alls ekki rétt.

Ég vildi óska þess að símafyrirtækin mundu birta lista yfir mögulegan hraða á vissum landssvæðum í stað þess að flokka bara í 3G og 4G…

 

 

Er til líf án 4G og aðeins dýpri pælingar….

4G staðallinn er frekar nýr en tæknin sem notuð er af símafyrirtækjum í dag er ekki kominn þangað sem hin raunverulegi (upprunalegi) 4G staðall segir til um. Sú tækni sem nú er verið að nota er sannarlega mun betri en 3G en langt frá því sem upphaflegi 4G boðaði. Símafyrirtæki (Erlend sem innlend) virðast hafa ákveðið að HSPA+, LTE og WiMAX = 4G og allir virðast vera sáttir með það.

Gaman að minnast á það í samhengi við söguna um ósáttu konuna hér að ofan að Síminn rak WiMAX kerfi á Íslandi milli 2006 og 2008…. voru þeir þá fyrstir með 4G net?   🙂

Notandan skiptir líklega engu máli hvað tæknin heitir, svo lengi sem það er 4G logo (vel gert PR fólk) og Facebook opnast hratt og vel. Málið er að samkvæmt ITU-R sem ákveður staðallinn þá eru þjónustuveitur fyrst komnar með 4G þegar þau innleiða WiMAX 2 og LTE-Advanced en það verður ekki nærri strax enda tæknin að mestu enn á teikniborðinu. ITU-R hafa ekki bannað símafyrirtækjum að kalla núverandi tækni 4G og eru þannig búnir að samþyggja þessa breytingu á upprunalegum staðli og því eru símafyrirtækin ekki að gera neitt vittlaust.

Mörg erlend símafyrirtæki og t.d. Símanum hér á íslandi hafa reyndar tilkynnt um áform sín að uppfæra 3G sendana í allavega HDSPA+ (ásamt framtíðaráformum um 4G) en þannig geta notendur þeirra náð allt að 42Mbps án þess að vera á raunverulegu 4G. Síminn byrjaði á þessari uppfærslu síðasta vor ef ég man rétt og þó svo að þeir séu ekki enn búnir að kveikja á 4G sendum þá er oft mjög góður hraði sem næst yfir 3G netið.

 

Hvaða hraða erum við að tala um?

  • 3G: Það eru komnar margar uppfærslur á 3G staðlinum sem ég ætla svo sem ekki að tilgreina hér en upprunalegt 3G var um 3.1Mbps og með uppfærslum eins og t.d. HSPA+, Dual-Carrier HSPA+ og HSPA+ Evolution ætti samkvæmt kenningum að vera hægt að bjóða notendum frá 14Mbps til 600Mbps. Það er sem sagt hægt að ná þessum hraða á einhverju sem er hægt að kalla 3G/3,5G/3.75G.
  • 4G:  Er ekki núverandi 4G þá bara 3.75G ?
    Núverandi 4G net eru LTE eða WiMAX og má segja að þetta sé 4G markaðsmanna en það styður allt að 40Mbps (WiMAX) og 100Mbps (LTE). Raunhraði hjá flestum notendum á núverandi 4G netum er samt nærri 4Mbps til 30Mbps sem er minna en uppfærð 3G net ná við bestu skilyrði.
  • LTE-Advanced og WiMAX2: Þetta er hinn raunverulegi 4G staðall og á hann að styðja allt að 1Gbps þegar notendandi er kyrrstæður og allt að 100Mbps þegar hann er á hreyfingu.

 

Niðurstaða

Mögulega kemur þetta til með að verða kallað 5G eða jafnvel 4.5G þegar 4G samkvæmt ITU-R kemur loks á markað en hvað sem gerist þá er aðalmálið að hengja sig ekki í markaðsklækjum fyrirtækja. Það er ekki nóg að síminn minn segi 4G í staðinn fyrir 3G þegar netið er ekkert hraðvirkara.

Það er efni í sér pistill að fjalla um bakendann hjá þessum þjónustuveitum,  ef við gefum okkur að ég nái góðu 4G á símann minn og 100Mbps tengingu við sendinn hér á Akureyri, hvað tekur við eftir það?  Er símafyrirtækið með 10, 50, 100, 200Mbps tengingu milli Akureyrar og Reykjavíkur, hvernig er tengingin við útlönd, hvernig er svartími (ping), hvernig er endabúnaður… o.s.frv. o.s.frv.   Aðalmálið sem ég er að reyna að koma að hér (í of mörgum orðum) er að það er bara hálfur sigur að fá 4G logo í símtækið ef það skilar sér ekki í hraðari tengingu.

ERGO: Þetta er eins og ætla að fá hraðvirkari internet í fartölvuna sína með því að kaupa 300Mbps þráðlausan sendi heim til sín vitandi að það er bara 10Mbps ADSL tengingu við internetið…

Heimild: engadgettechopedia, ásamt tæknimönnum símafyrirtækja

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira