Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Vilberg Helgason

Föstudagsviðtalið – Vilberg Helgason

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 26 í röðinni. Markmiðið er að tala við venjulegt fólk, harða nörda sem sviðsljósið skýn sjaldan á sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur en þar sem þetta er síðasta viðtal fyrir jól þá er það vonandi hátíðlegt.

Undanfarið hefur verið tölvuvert um Apple menni í viðtalinu og reyndar það mikið að fundið hefur verið að því en nú segi ég hingað og ekki lengra !!  Ég hélt að þetta gæti ekki klikkað með þessum viðmælenda þangað til ég fattaði á síðustu stundu að hann notar iPhone en hann er að vinna í því sýnist mér…..

Vilberg Helgason eða Villi eins og hann er kallaður er flottur kall sem ég þekki vel síðan í “gamla daga” þegar við máluðum bæinn rauðann sem plötusnúðar í 1929 þegar það var og hét. Ótrúlegt miðað við útlit að við séum orðnir þetta gamlir en það er önnur saga. Villi er tækjasjúkur maður og vel upplýstur um strauma og stefnur í tölvu- og tækniheiminum, einn af þessum sem gott er að leita til enda hafsjór af þekkingu og fús til að miðla henni.

Gefum honum orðið… þetta er Villi

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Vilberg Helgason – Akureyri – Gaggakynslóð

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er allt, tölvukennari, tölfræðingur, forritari…. svona Svissneskur tölvuhnífur

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Sem betur fer eru fáir eins… En yfirleitt fara svona 3-6 í kennslu, 2 í undirbúning fyrir einhverja gagnavinnslu sem kemur svo í köstum síðar og 2-4 í að nördast á netinu um eitthvað ég þarf að verða góður í næst.

Lífsmottó?

Þegar ég er góður í því er það orðið leiðinlegt.

Wham eða Duran Duran?

Djísssss.. Duran Duran.

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Vinn allt mitt á Windows og elska Windows 8+. Mun aldrei getað unnið á Makka þó ég kunni vel við þá (allavega ekki þegar ég er að flýta mér)

Hvernig síma ertu með í dag?

Iphone 4 en á morgun eða í dag (20.12.2013) verður það Nokia Lumia 1520

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Iphone pirrar mig aldrei, ótrúlega solid útfærsla á öllu sem maður þarf til vinnu og afþreyingar.

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Myndavélin og að við uppfærslu í os7 fengu allir sömu hringingu…. ??? Alltaf að gá á símann minn þegar ég heyri apple sound

Í hvað notar þú símann mest?

Lesa tölvupóst

Athuga dagbók

Vafra ef ég á smátíma (taka bensín, bíða í sjoppu og þessháttar)

vekjaraklukku

Svara í símann

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Motorola – eitthvað 1993 og fékk eðalnúmer því nóg var af þeim

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Nokia Windows besta símann hverju sinni. (hef samt aldrei átt Windows síma)

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ótal… Wired rokkar… en undanfarnar vikur og mánuði hefur Lappari.com náð á mér tökum sem ná ákveðnum topp í dag.

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Drengirnir mínir 12 og 15 ára hafa ekki horft á sjónvarpsdagskrá í 3-4 ár. Eiga sjónvarp en RF snúran er örugglega ótengd. Þeir nota tölvutengd sjónvörp til að  horfa á Youtube eða annað skemmtiefni á netinu. Þeir nota ekki torrent en tekst samt að vera á tíma með alla helstu simpsons, american dad og fleiri þætti sem þeir ætla sér að fylgjast með.

Þeir eru kynslóðin sem er að koma og þeir munu ekki breyta munstri sínu nema þá til að geta verslað á netinu innlent sjónvarpsefni hugsanlega. Finnst enginn vera að vinna í þessa átt, þ.e. að höfða á annann hátt til markhóps en gert var fyrir 10 árum… Enda Íslendingar þekktir fyrir skammsýni og tækifærismennsku 🙂

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira