Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Erlendur Steinn Guðnason

Föstudagsviðtalið – Erlendur Steinn Guðnason

eftir Jón Ólafsson

Nú er komið að glóðheitu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 24 í röðinni. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi minn í dag hefur brallað hefur margt í gegnum tíðina en þetta er sannarlegur þungaviktar maður úr upplýsingatæknifaginu. Sá sem er í heita sætinu að þessu sinni heitir Erlendur Steinn sem er framkvæmdastjóri Stika sem er rótgróðið og gríðarlega öflugt fyrirtæki sem hefur starfað á upplýsingatæknimarkaði síðan 1992. Stiki sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun og ráðgjöf með áherslu á gagnaöryggi og, tölvuöryggi og öryggismálum upplýsingakerfa.

Það fer kannski ekki mikið fyrir Stika í fréttum en ég hef fylgst töluvert með þeim síðustu árin og varð mér hugsað til þeirra í byrjun vikunnar og ákvað að leita til Erlends. Ég tók eftir því að Stiki var að fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá hugbúnað sinn vottaðan fyrir Windows 8.1 eins og kemur fram hjá Erlendi hér að néðan. Þessi vottun veitir Stika aðgang að markaðs- og söluneti Microsoft og gerir áhættustjórnunarhugbúnaðinn RM Studio aðgengilegt hjá rúmlega 100 milljónum notenda í Windows Store í 190 löndum.

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Erlendur Steinn og er úr Vesturbænum með nokkra ára viðkomu í Noregi og Danmörku á uppvaxtarárunum.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er framkvæmdastjóri Stika en starfaði þar áður hjá Símanum í áratug við ýmis skemmtileg verkefni, m.a. við uppbyggingu Sjónvarps Símans og Ljósnetsins svo fátt eitt sé nefnt.

 

Hvað er Stiki?

Stiki er rótgróið, ríflega tveggja áratuga ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtæki. Okkar ástríða er að hjálpa fyrirtækjum um allan heim við að ná meiri árangri með því að innleiða bætt vinnubrögð á sviði gæða- og upplýsingaöryggismála.

 

Er Stiki að framleiða einhver forrit?

Það held ég nú. Við hjá Stika höfum undanfarin 8 ár verið að þróa hugbúnað sem heitir RM Studio. Þetta er hugbúnaður sem hjálpar fyrirtækjum að meta og stýra áhættu í rekstri. Við erum mjög stolt af því að hafa að náð að flytja okkar íslenska hugvit til 17 landa og sem dæmi má nefna að í sl. viku vorum við að fá samþykki fyrir að fá hugbúnaðinn í Windows Store Microsoft, fyrst íslenskra fyrirtækja með PC hugbúnað til að vera í boði þar.

 

Lífsmottó?

Er sammála snillingnum Leonardo da Vinci um að “Simplicity is the ultimate sophistication “

 

Wham eða Duran Duran?

Duran maður, alltaf DURAN!

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Windows 7.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 5

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Einfaldleikinn og hann er yfirleitt til staðar þegar á þarf.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Batteríið klárast!

 

Í hvað notar þú símann mest?

Tölvupóst, dagbók, Facebook, iSmooth Run hlaupaforrit og hringi stundum

 

Hvernig var fyrsti farsíminn sem þú fékkst þér?

Ég fékk fyrsta farsímann 1995 sem þá þótti það nokkur nýjung. Mér er lífsins ómögulegt að muna týpuna en það var eitthvað merki sem er dáið drottni sínum í dag.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

iPhone 5s. Ekki spurning.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég nota Flipboard í símanum til að safna saman tæknifréttum úr ýmsum áttum og get legið yfir þeim.
(Lappari minnir á að hann er á Flipboard)

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Áfram KR, áfram íslenskt hugvit og gleðileg jól

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira