Heim ÝmislegtFréttir Snjallsjónvarp Símans

Snjallsjónvarp Símans

eftir Jón Ólafsson

Þá eru prófanir á snjallsjónvarpi Símans byrjaðar en þetta er ný lausn sem Síminn virðist ætla að setja á markað fljótlega. Í stuttu máli þá er þetta aðgangur að öllu sjónvarpsefni sem þú kemst í með sjónvarpi Símans en núna með snjallsímum og spjaldtölvum.

Þetta app virkar bæði á WiFi og 3G en vitanlega er gagnamargn umtalsvert og því 3G notkun mögulega dýr.

Þetta er aðgengilegt fyrir iOS og Android og hægt er að skrá allt að fimm tæki á hverja áskrift…..
Verðum við ekki að reikna með appi fyrir Windows 8 fljótlega…

 

Appið virkar sem sagt á eftirfarandi tækjum

  • Android síma eða spjaldtölvu og þá stýrikerfi 2.3.3 eða nýrri útgáfu.
  • iPhone, iPad eða iPod-Touch og þá iOS 6 eða nýrri útgáfur.

 

Þetta er prufuútgáfa og því einhverjir smávægilegir hnökrar en fyrsta upplifun er mjög góð og virkar allt sem ég hef prófað í appinu, alveg sama hvort ég horði á beina útsendingu af Rúv, Stöð2 eða af frelsunni eða leigunni. Þetta er frábær byrjun og verður ánægjulegt að sjá hvernig þetta þróast hjá Símanum.

 

Ég prófaði appið á Android og hér eru nokkur skjáskot úr appinu, já þau eru tekin á myndavél af skjánum. Get ómögulega munað hvernig ég tek skjáskot á þessu tæki en laga það þegar ég hef betri tíma.

 

snjallsimi_1

 

snjallsimi_2

 

snjallsimi_3

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira