Heim ÝmislegtAndroid Sérfræðingaráð Lapparans

Sérfræðingaráð Lapparans

eftir Jón Ólafsson

Fyrr í dag birtum við Jólaóskalistalista nördanna sem hefur fengið mikla athygli og frábærar heimsóknartölur strax staðreynd. Ávinningur í okkar huga er tvíþættur, tækifæri fyrirtækja til að koma sér og sínum áherslum á framfæri ásamt því að þetta getur hjálpað þeim sem vantar gjöf fyrir einhvern tækjaóðann.

Hvað er Jólaóskalistinn og hvernig er hann fundinn út?

  • Vörur sem helstu tölvuverslanir landsins leggja áherslu á fyrir komandi jól.
  • Niðurstaðan var einn listi með 94 vörunúmerum.
  • Listinn var síðan lagður fyrir 16 tölvu- og tækjanerði
  • Útkoman var Topp 5 listi sem nerðirnir mæla með og ásamt heildarlista sem er raðaður eftir einkunn

 

Lapparinn tók sig sem sagt til og bað nokkur af helstu fyrirtækjum í tæknibransanum að senda sér lista yfir þær vörur sem þau ætla að leggja áherslu á fyrir komandi jólatíð. Alls bárust 94 einstök vörunúmer, allt tillögur frá fyrirtækjunum sjálfum. Vitanlega voru einhver fyrirtæki sem svöruðu okkur ekki eða skiluðu of seint og það skekkir mögulega niðurstöðuna.

 

Þessi listi var síðan sendur á 16 tækni- og tækjanerði og fyrirmæli til þeirra var að gefa þessum vörum einkunn frá 1 til 5 eftir því hversu mikið þeim langaði í viðkomandi vöru. Þar sem ég vildi bara fá óháð tækjafrík til að gefa sitt álit þá leitaði ég í vinahópinn og á Twitter, vitanlega byrjaði ég á því að sía út starfsmenn viðkomandi fyrirtækja.

Útkomann var fjölbreyttur hópur einstaklinga eins og sjá má

 

Hlutfall aldursdreifingar:

  • 20 – 30 = 25%
  • 31-40 = 56%
  • 41 + = 19%

 

Stýrikerfi (Tölvu):

Sumir (eins og ég) nota bæði Windows og Mac (til prófana) en flestir eru með Windows vél sem aðaltölvu.

 

Stýrikerfi (Símtæki):

  • 50% – Android
  • 31% – iOS
  • 19% – Windows Phone

 

Dæmi um starfsheiti:

Forritari, tölvunarfræðingur, rafmagnstæknifræðingur, kennari, kerfisstjórar, CTO, nemar, atvinnulaus, fjármálastjóri, aðstoðarmaður forstjóra og skrifstofumenn.

 

Gott samansafn af nördum hér á ferð og þakka ég þeim kærlega fyrir að taka þátt… og til að svara þeim öllum á einu bretti: Nei þið megið ekki velja ykkur jólagjöf af þessum lista..  🙂

Ég kvet þig til að deila þessum lista með vinum þínum og fjölskyldu til að létta öllum lífið og leitina að gjöfinni.

 

Mynd tekinn af jkrglobal.com

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira