Jabra Freeway

eftir Haraldur Helgi

Lappari hefur að undanförnu verið með til prófunnar handfrjálsan búnað sem heitir Jabra Freeway og Hátækni voru svo vinsamlegir að lána okkur.

Þetta er ekki hefðbundinn handfrjálsbúnaður eins og flestir eru vanir heldur er þetta alhliðatæki sem getur á pappírum gert mun meira en það. Jabra Freeway er með innbyggðum FM sendi sem getur þannig tekið tónlist af símanum með Bluetooth og sent hana í bíltækið. Tækið er einnig með innbyggðum hreyfiskynjara sem sér um að kveikja á tækinu þegar notandi sest inn í bifreiðina.

 

Hvað kemur í kassanum?

  • Jabra Freeway
  • Bílahleðslutæki með USB tengi
  • USB hleðslutæki sem hægt er að nota með bílahleðslutækinu eða bara hlaða með tölvu.
  • Leiðbeiningar
  • Ábyrgðarskilmálar

 

jabra3

 

 

Hönnun & tækni

Jabra Freeway er smekklegt tæki og greinilegt að töluvert hefur verið lagt í hönnun þess sem að okkar mati er mikillar fyrirmyndar. Miðað við önnur handfrjálstæki þá má segja að þetta sé frekar stórt en það var það fyrsta sem ég hugsaði þegar tækið er tekið úr kassanum en tækið er engu að síður mjög létt. Segja má að stærðin skipti ekki öllu máli þar sem það festist neðan í sólskyggnið og stærðin því afstæð að einhverju leiti.

  • Hæð: 99 mm
  • Breydd: 119 mm
  • Þyggt: 19 mm
  • Þyngd er aðeins 115 gr

 

Tækið kemur tilbúið til notkunar úr kassanum og er mjög einfalt að koma því fyrir í bílnum en því er einfaldlega smellt uppá sólskyggnið og kveikt á því þar. Tækið er að mestu úr plasti en þó spennan á baki þess til að festa utanum sólskyggni sem er úr járni.

 

jabra4

 

 

Strax og kveikt hefur verið á tækinu tilkynnir kvenmannsrödd að tækið sé í gangi. Því næst er að para það við símtækið sem er einkar auðveld aðgerð þar sem kvenmannsröddin leiðbeinir manni í gegnum ferlið, auk þess sem þetta er vel útlistað í leiðbeiningunum.

 

Notkun & takkar

Dagleg notkun tækisins er fremur auðveld, en framan á tækinu eru fimm takkar:

  1. Fm  – til að virkja FM sendinn
  2. Voice  – til þess að stjórna tækinu (afspilun af tónlistarspilara og fleiru)
  3. Vol-  – til þess að lækka
  4. Mute  – til þess að slökkva á hljóði
  5. Vol+  – til þess að hækka

 

Hljóm & Talgæði

Helstu eiginleikar tækisins eru hversu góður hljóðneminn á tækinu er en ég þurfti að venja mig af því að tala hátt eins og ég geri venjulega með svona handfrjálsan búnað. Tækið er staðsett beint fyrir ofan höfuð mitt og er með stefnuvirkan hljóðnema og því nauðsynlegt að tala “venjulega”.

Hátalinn í tækinu er frábær fyrir símtöl og heyrðist hátt og vel í viðmælendum ásamt því að tónlist hljómaði ágætlega í tækinu sjálfu, ef hækkað var mikið þá bjagaðist hljómur sem er nú líklega eðlilegt á svona búnaði. Tækið er tengt við símann með bluetooth og gat ég því spilað alla mína tónlist í tækinu. Ég prófaði meira að segja að opna Spotify í símanum og spilaði Jabra Freeway það með stæl og án vandræða og er skemmtileg viðbót að hægt er að nota raddstýringu við það allt saman.

Þar sem tónlist var kominn af síma í tækið þá var FM sendir stilltur til þess að geta kveikt á útvarpi í bílnum til þess að njóta hljómsins til fullnustu og var það einföld uppsetning. Það heyrðist samt alveg að ég var ekki að spila tónlistina við full hljómgæði.

Þarna er verið að flytja tónlist þráðlaust með Bluetooth í Jabra tækið og þaðan með FM sendi í græjurnar og má reikna með einhverju tapi við þetta ferðalag. Engu að síður getum við staðfest að þetta virkar ágætlega en ýtrekum þó að hljómgæði eru frekar “kassaleg”.

 

jabra1

 

Rafhlöðuending, drægni og vandræði

Það má með sanni segja að Jabra Freeway bjóði uppá frábæra rafhlöðuendingu, hún er um 14 tímar í tali og 480 tímar í bið. Það er nær öruggt að þú munt ná samband við Jabra tækið þó svo að þú eigir stórann bíl þar sem drægnin er um 10 metrar.

Við prófuðum Jabra Freeway með fjölmörgum símtækjum og einstaka sinnum lentum við í vandræðum með að para Jabra við símtækið en það tókst þó yfirleitt á endanum. Raddstýring virkaði en var samt ekki eitthvað sem við notuðum að neinu viti enda þarf að tala sjónvarpsensku til þess að vel virki.

Ég lenti einu sinnu í frekar sniðugum “vandræðum” með pörun en þá var ég staddur á rauðu ljósi og ætlaði að para annan síma við Jabra græjuna. Það fór ekki betur en svo að ég tengdist handfrjálsum búnaði í næsta bíl. Þegar ég ætlaði að hringja símtal þá hljómaði það í næsta bíl og sá sem ég hringdi í lenti í hörku viðræðum við mann í næsta bíl. Þetta tengist vitanlega ekki þessu Jabra tæki en samt sniðugt atvik sem má lesa betur um hér.

 

Niðurstaða.

Jabra er þekkt nafn í handfrjálsum búnaði og það er auðvelt að mæla með þekktum merkjum þegar kemur að handfrjálfum búnaði. Ég hef notað margar tegundir og virðist oftast lenda í vandræðum með eitthvað kínadót sem þekkir ekki símann minn eða bara deyr eftir skammann tíma.

 

 

Það er ekki sjálfgefið að mæla með Jabra Freeway enda kostar tækið tæplega 20 þúsund (24.20.2013) en ef þú ert að leita að lausn með sambærilega eiginleika og vandaður innbyggður búnaður býður uppá þá þarftu að skoða Jabra Freeway alvarlega. Hljóðneminn er sérstaklega næmur þegar talað er án þess að umhverfishljóð heyrðust of mikið. Viðmælendur sem vissu að ég nota handfrjálsan búnað trúðu því sjaldnast að ég væri “handfrjáls”, svo góður er hann.

FM sendir dregur einkunn niður en ef þú notar þennan kost ekki þá skiptir það þig litlu mæli, við elskum þessa græju þó svo að það séu tækifæri til að gera hana enn betri. Tækið er með hreyfiskynjara og kveikir á sér þegar þú sest inn í bílinn þinn ásamt því að vera með ágætri raddstýringu og frábærri rafhlöðuendingu.

Það má nefna líka að stuðningur Jabra við tækin sín er til fyrirmyndar og mjög einfalt að leita sér aðstoðar á heimasíðu framleiðanda.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira