Heim MicrosoftWindows Mobile Samstilla Gmail með Windows Phone

Samstilla Gmail með Windows Phone

eftir Jón Ólafsson

Þó svo að flestir sem nota Windows Phone sjái mestan hag af því að færa póstinn sinn yfir í Outlook.com þá eru nokkrir sem vilja nota GMail. Eins og hefur verið fjallað um hér áður þá er mjög einfalt að setja áframsendingu á Gmail póstinn yfir á Outlook.com og njóta þannig EAS samstillingar kosta Outlook.

Til að rifja upp þá styður Google ekki lengur við EAS samstillingu á pósti, tengiliðum og dagbók nema á eldri notendum og þeim sem borga. Google mun nota IMAP (opin staðall) fyrir tölvupóst og síðan tvo semi-opna staðla fyrir dagbók (CalDAV) og Tengiliði (CardDAV).

 

  • Af Heimaskjá, strúka til vinstri og finna settings Settings > email+accounts
  • Þar er smellt á add an account og smellt á Google
  • Þar er sett inn [email protected] og leyniorð og smellt á sign in

 

Þar með er þetta komið og eftir nokkrar mínúndur verður pósturinn tilbúinn en líklega kemur lifandi flís á desktop.

Hægt er að smella á … sem eru neðst í póstappi og velja möppur sem á að samstilla eins og venja er með IMAP póst. Hægt er að fara þaðan í stillingar og velja samstilli reglur eins og hversu oft póstur er samstillur og hversu langt aftur ásamt því að velja hvort samstilla eigi bara póstinn eða tengiliði og dagbók líka.

Hér má sjá frekari upplýsingar um hvernig samstilling á tengiliðum og dagbók er stillt

 

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira