Heim MicrosoftWindows Mobile Nokia kynnir nýja Lumia snjallsíma – uppfært

Nokia kynnir nýja Lumia snjallsíma – uppfært

eftir Jón Ólafsson

Rétt í þessu var Nokia að hefjast viðburður hjá Nokia í Abu Dhabi. Lapparinn hefur aðeins fylgst með því sem lekið hefur verið um þetta símtæki síðustu vikur og er tekið saman í þessum pósti.

 

Þessir símar voru tilkynntir sem viðbót við Nokia Lumia línuna.

Lumia 1520

Helst ber að nefna nýtt flagskip sem er í svokölluðum Phablet flokki en það er tæki sem er mitt á milli síma og spjaldtölvu (vegna stærðar),

  • Fyrst síminn sem kemur með Update 3
  • Fjórkjarna Snapdragon 800 örgjörvi
  • 2 GB í vinnsluminni
  • 16GB og 32GB geymsluminni og minnisrauf sem styður 64B minniskort
  • 20MP Pureview myndavél með OIS
  • 6″ Full HD 1080p skjár
  • Þráðlaus hleðsla
  • Síminn kemur Gulur, Rauður og Svartur
  • Fjórir hljóðnemar til að bæta hljóðupptöku

Svarti er úr endurunnu polycarbonate og er því umhverfisvænn.

 

 

Nokia Lumia 1320

Lumia 1320 er í ódýrari kantinum en samt með stórum skjá en ekki HD eins og Lumia 1520 er með. Þetta verður þannig entry tæki Nokia á þennan svokallaða Phaplet markað en hann verður með 5MP myndavél og ódýrri VGA myndavél fyrir netsímtöl. Reikna má fastlega með því að Lumia 1320 verði með Update 3

  • Kemur með Update 3 
  • Tvíkjarna örgjörvi
  • 720p skjár
  • 5MP Pureview myndavél
  • VGA myndavél fyrir myndsamtöl eins og Skype
  • 6″ LCD skjár
  • Þráðlaus hleðsla möguleg með aukahlíf eins og td er á Lumia 925

 

 

Annað

Instagram, Flipboard, Vine og fullt af öðrum öppum væntanleg eins og sjá má hér.

Nokia Lumia 2520 er Windows 8.1 RT spjaldtölva

Nokia SmartCamera og ProCamera er sameinað í Nokia Camera sem er komið strax í Store  kemur fljótlega út á alla Pureview síma

Nokia Storyteller er nýtt app sem býr til “sögu” úr myndum sem þú tekur á Lumia 1520 og sameinar gögn úr Nokia Here svítunni. Ef notandi er að skoða mynd þá getur hann zommað út og þá sést á landakorti hvar myndin er tekin

Nokia Beamer er app sem gerir notendum notendum kleyft að deila skjámyndum með öllum nettengdum tækum

 

Nánari upplýsingar má fljótlega finna um þessi tæki á heimasíðu Nokia.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira