Heim ÝmislegtFréttir Nokia afhjúpun í Abu Dhabi – uppfært

Nokia afhjúpun í Abu Dhabi – uppfært

eftir Jón Ólafsson

Nokia hefur boðið fréttamönnum á kynningu í Abu Dhabi á þriðjudag (22 oktober) og hefst hún klukkan 07:00 að morgni.
Hressandi að vakna snemma mjög líklega verður síðan hægt að horfa á viðburðinn eftir að honum líkur og mun ég setja myndband hér inn þegar hann verður tilbúið.

Samkvæmt Nokia verður hægt að fylgjast með á símtækjum, spjaldtölvum og venjulegum tölvum

desert

 

Það er nokkuð góð stemming fyrir viðburðinum virðist vera og erlendir miðlar virðast keppast við að birta fréttir af lekum þar sem fjallað er um líkleg tæki.

 

Það sem virðist vera pottþétt að Nokia kynni hið minnsta eftirfarandi tæki  (allir myndir frá Evleaks)

Nokia Lumia 1520

  • Fyrst síminn sem kemur með Update 3
  • Fjórkjarna Snapdragon 800 örgjörvi
  • 2 GB í vinnsluminni
  • 16GB og 32GB geymsluminni og minnisrauf sem styður 64B minniskort
  • 20MP Pureview myndavél
  • 6″ Full HD 1080p skjár
  • Þráðlaus hleðsla möguleg með aukahlíf eins og td er á Lumia 925

 

1520

1520_cover

1520_treasureTag

 

 

Nokia Lumia 1320

Reikna má með að Lumia 1320 komi líka en hann verður “litli bróðir” Lumia 1520, með stórum skjá en ekki HD eins og 1520 er með. Þetta verður þannig entry tæki Nokia á þennan svokallaða Phaplet markað en hann verður með 5MP myndavél og ódýrri VGA myndavél fyrir netsímtöl. Reikna má fastlega með því að Lumia 1320 verði með Update 3

 

1320

 

 

Önnur símtæki

Reiknað er með Lumia 928 sem er ætlaður fyrir Verizon US verði ekki kynntur á morgun en Lumia 525 sem er uppfærður Lumia 520.
Síðan er líklegt að kynntur verði ódýrari Asha 502 og 503 feature símar en 503 er á þessari mynd.

 

asha_503

 

 

Nokia Lumia 2520

  • Fyrsta spjaldtölvan frá Nokia
  • Keyrir á Windows RT stýrikerfinu
  • Fjórkjarna Snapdragon 800 örgjövi
  • 10.1″ skjár
  • 32GB geymslurými (mögulega fleiri stærðir)
  • Möguleiki á auka lyklaborði sem er með auka rafhlöðu
  • Mögulega með stand (kickstand svipaðan og Surface?)
  • Kemur í rauðu, bláu, svörtu og hvítu

Þá verður Microsoft ekki lengur eini framleiðandinn með Windows RT vélar með Surface RT/Surface 2 vélunum sínum.

 

lumia-2520

 

 

Það hefur einnig verið talað um MP3 spilara með NFC

Sumir miðlar hafa talað um MP3 spilara með NFC sem kallast Nokia Guru hljómar svo sem ekki ólíklega. Tónlistarafspilun notar töluvert af rafhlöðu og því æskilegt að vera með sér MP3 spilara í stað þess að brölta með þungan snjallsíma í leikfiminni. Microsoft hafa áður reynt að keppa við iPod frá Apple með Microsoft Zune og gæti þetta verið nýr keppninautur og sérstaklega ef hægt er nota Xbox Music á honum og kannski setja á hann tónlist með NFC.

nokia_guru

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira