Heim MicrosoftWindows Mobile Myndavél – Nokia Lumia 1020

Myndavél – Nokia Lumia 1020

eftir Jón Ólafsson

Lapparinn er með Nokia Lumia 1020 í prófunum þessa dagana eins og sjá má hér í afpökkuninni. Þetta er símtæki en það vill svo til að símtækið er með 41MP myndavél sem er einstakt í síma.

Við höfum svo sem lítið annað gert en að taka myndir og leika okkur með handvirkar stillingar í Nokia Pro Cam appinu en myndir úr þessum síma eru án efa þær bestu sem við höfum séð úr símtæki.

Fyrir atvinnumann þá mun hann líklega seint leggja SLR vélinni fyrir Lumia 1020 (sensor size o.s.frv.) en fyrir tækifærisljósmyndara, áhugamenn eða sem auka tæki fyrir atvinnumenn þá er myndavélin rosaleg.

Við eigum eftir að prófa miklu meira ein hér eru nokkrar samanburðarmyndir við Nokia Lumia 925 sem hingað til hefur borið af í samanburði við aðra síma sem við höfum prófað.

Hér má sjá samanburð á Lumia 925  vs

 

Mynd I

1

(smelltu á mynd til að sjá í fullum gæðum)

 

Mynd II

3

(smelltu á mynd til að sjá í fullum gæðum)

 

Mynd III

2

(smelltu á mynd til að sjá í fullum gæðum)

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira