Heim ÝmislegtGoogle Google notar þig í auglýsingar

Google notar þig í auglýsingar

eftir Jón Ólafsson

Uppfærsla neðst

Svo sem ekkert nýtt við þessa fyrirsögn sem kemur á óvart en það eru samt breytingar væntanlegar fyrir Google notendur.

Fljótlega mun Google fara að nota þig og mynd af þér í auglýsingum á þeirra vegum, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Fyrirtækið var að gera smávægilegar breytingar á TOS en þessar breytingar ganga mun lengra en áður.

 

Hér má lesa betur um TOS

Hvernig virkar þetta?

Ef Google notandi líkar við tónlist/leiki/forrit eða bara fyrirtæki innskráður sem Google notandi þá mun auglýsingarisinn núna nota það til að auglýsa viðkomandi hlut til allra sem þú ert með í hringnum þínum á Google Plus. Eina undantekningin er að allir undir 18 ára eru undanskyldir þessu.

Margir spá kannski ekki mikið í þessu en það eru bara mjög margir sem hugsa þetta örlítið lengra. Ef þú skoðar alla vini þína, varðar þeim um hvaða tónlist þú hlustar á, hvaða mat þú borðar eða hvaða fyrirtæki þig líkar við….

Orðum þetta öðruvísi…  finnst þér eðlilegt að kaupa þér leik í Play Store og sjálfkrafa gefurðu Google skotleyfi á “vini” þín og í þínu nafni?

 

Uppfærsla
Þessi breyting tekur gildi 11. nóvember og mér var bent á að það er hægt að skrá sig úr þessu. Notendur sem vilja ekki taka þátt þurfa sem sagt að smella hér og afskrá sig.

 

Meira um málið á Engadget

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira