Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Árni Jónsson

Föstudagsviðtalið – Árni Jónsson

eftir Jón Ólafsson

Föstudagur í dag og því löngu kominn tími á föstudagsviðtalið. Þetta er partur af viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi minn að þessu sinni er þungarviktarmaður í Íslenska Microsoft heiminum og í raun og veru hálf skammarlegt að ég sé ekki búinn að birta þetta viðtal miklu fyrr (tók það í Júlí).

Árni er með puttann á púlsinum varðandi flest allt sem snýr að Microsoft og tæknimálum almennt og duglegur við að deila þekkingu sinni með okkur á samfélagsmiðlunum. Það er gott að leita til hans hvort sem það er varðandi Microsoft eða bara eitthvað annað. Þeir sem fylgjast með honum vita að hann er veiðimaður mikill (að eigin sögn) og stendur framarlega í þeim fræðum (aftur að eigin sögn).

Gefum Árna orðið

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Árni Jónsson, veiðimaður að vestan, uppalin í hlíðunum og með rautt í blóðinu!

Við hvað starfar þú?

Skrifstofustjóri & Sérverkefni hjá Microsoft Ísland.

Hvernig síma ertu með í dag?

Nokia Lumia 920/HTC 8X

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Nokia: Fáranlega góð myndavél og ótrúlega hraður.

HTC: Eeeeeendalaust batterí.

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Hvað hann er flottur! (Jú, þyngdin, en það er víst úr sögunni með 925:))

Nýtist síminn við vinnu? Mögulega ómissandi?

Algerlega. Hef farið í gegnum heila daga á símanum einum. Getur lesið dulkóðaðan póst og unnið með Office & Sharepoint fumlaust.

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 2110. Undratæki, enn þann dag í dag!

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Nokia Lumia 925 eða Nokia Lumia 1020 með 41MP myndavél.

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Mobile Nations, TheVerge, Engadget, Zdnet, WMPOWERUSER, Gizmodo, ATD, Mashable, WinSupesite

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Heldur betur! Ég veit hvar Hoffa er grafinn! En að öllu gamni slepptu, þá er ég súper-ánægður með síðuna hjá þér og gott að fá smá krydd í umræðuna.

 

Skjáskot frá Árna

skjaskot

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira