Heim UmfjöllunUnboxing Afpökkun – Dell XPS 18 All-in-One

Afpökkun – Dell XPS 18 All-in-One

eftir Jón Ólafsson

Félagar okkar í Advania voru svo góðir að lána okkur Dell XPS 18 All-in-One tölvu sem var að lenda hjá þeim en þessi vél lítur mjög vel út á blaði og hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð tæknimiðla. Það er vitanlega allt marklaust hjal þangað til Lapparinn hefur prófað vélina sjálfur.

Vélin er flokkuð sem borð/spjaldtölva hjá Advania og er þetta spjaldtölva með 18.4″ snertiskjá og keyrir hún á Windows 8 stýrikerfi. Vélin er með i5 örgjörva og 500GB harðdisk ásamt 32GB SSD disk. Við verðum með þessa vél í prófunum á næstu dögum og munum fjalla um fljótlega hér á Lappari.com.

Eins og oftast áður þá er tónlistin Íslensk en núna er það Sælgætisgerðin sem flytur lagið Mo´ better blues sem upphafleg heyrðist fyrst í samnefndri kvikmynd sem kom út árið 1990.

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira